Erlent

Klifu staurana þrátt fyrir tilraunir lögreglu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þessi lét ekki smá olíu stoppa sig. Bandaríkjamenn láta olíu yfirleitt ekki stoppa sig.
Þessi lét ekki smá olíu stoppa sig. Bandaríkjamenn láta olíu yfirleitt ekki stoppa sig. Vísir/Getty
Íbúar Philadelphia kættust ærlega þegar lið þeirra sigraði í Ofurskálinni svokölluðu í nótt. Philadelphia Eagles lagði þá stórveldið New England Patriots í æsispennandi leik - eins og lesa má um hér.

Sjá einnig: Ernirnir stoppuðu Tom Brady á úrslitastundu og unnu Super Bowl

Um var að ræða fyrsta Ofurskálartitil Arnanna og fyrsta titil liðsins í 57 ár. Er því ekki nema von að fjölmargir hafa gengið af göflunum þegar flautað var til leiksloka í nótt og staðreyndin sú að Philadelphia sigraði með 41 stigi gegn 33 stigum föðurlandsvinanna frá Nýja-Englandi.

Þó svo að fáir hafi búist við sigri Eagles gerði lögreglan í Philadelphia engu að síður ráð fyrir fagnaðarlátum. Hún bar meðal annars olíu á fjölmarga ljósastaura til að varna því að trylltir stuðningsmenn myndu klífa þá eins og þeir höfðu gert tveimur vikum áður þegar Ernirnir tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum.

Það dugði þó ekki til. Svo virðist fólk ekki geta fagnað í dag án þess að eldur sé borinn að einhverju. Fagnaðarlætin í Philly í nótt voru engin undantekning.
Svo datt þessi. Ekki fylgir sögunni hvort hann slasaðist en það verður að teljast ólíklegt.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×