Splunkunýr Mandi opnaði dyr sínar á fyrsta leikdegi Íslands Sylvía Hall skrifar 16. júní 2018 21:15 Starfsfólk Mandi var að vonum hresst við opnun staðarins í dag. Mandi Veitingastaðurinn Mandi við Ingólfstorg opnaði aftur eftir framkvæmdir við mikinn fögnuð viðskiptavina í dag. Staðurinn hefur verið lokaður í rúman mánuð og hefur mikil útlitsbreyting orðið á staðnum síðan þá. Hlal Jarah, eigandi Mandi, segir opnunina hafa gengið vonum framar og mikill fjöldi fólks hafi lagt leið sína á staðinn í dag og fengið sér langþráð Shawarma eða hinn sívinsæla Mandi hummus. Hlal er viðskiptavinum staðarins vel kunnur og sagði hann í viðtali við Vísi í haust að honum þætti vænt um Íslendinga, sem margir hverjir leggja leið sína á staðinn einnig til þess að heilsa upp á glaðlegt starfsfólkið.Staðurinn hefur fengið nýtt útlit og voru margir sem mættu á opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var því viðeigandi að staðurinn opnaði í dag, en á sama tíma var leikur Íslands sýndur á risaskjá á Ingólfstorgi og því tilvalið fyrir svanga fótboltaunnendur að grípa í bita á staðnum vinsæla. Mandi setti inn færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við íslenska landsliðið með skemmtilegri tilvísun í víkingaklappið fræga og íslenska fánann má sjá á nýrri forsíðumynd staðarins. Að sögn Hlal gengu framkvæmdir vel og er staðurinn nær óþekkjanlegur, en mikið var lagt í breytingarnar. Búið er að bæta við bekkjum og borðum svo fleiri geti setið og notið matarins á staðnum, en staðurinn er yfirleitt þéttsetinn. Mandi er löngu orðinn vinsæll viðkomustaður Íslendinga sem sækja miðbæinn og því geta aðdáendur staðarins tekið gleði sína á ný og lagt leið sína niður á Ingólfstorg til þess að gæða sér á Sýrlenskri matargerð staðarins, en Hlal segir alla vera velkomna til þess að bera breytingarnar augum.Hlal Jarah, eigandi Mandi, og stuðningsmaður landsliðsins smella einni sjálfu af sér við opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var hátíðlegt á Mandi í dag þegar staðurinn opnaði á ný og voru dyr staðarins skreyttar með blöðrum.Mynd/Mandi HM 2018 í Rússlandi Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15 Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Veitingastaðurinn Mandi við Ingólfstorg opnaði aftur eftir framkvæmdir við mikinn fögnuð viðskiptavina í dag. Staðurinn hefur verið lokaður í rúman mánuð og hefur mikil útlitsbreyting orðið á staðnum síðan þá. Hlal Jarah, eigandi Mandi, segir opnunina hafa gengið vonum framar og mikill fjöldi fólks hafi lagt leið sína á staðinn í dag og fengið sér langþráð Shawarma eða hinn sívinsæla Mandi hummus. Hlal er viðskiptavinum staðarins vel kunnur og sagði hann í viðtali við Vísi í haust að honum þætti vænt um Íslendinga, sem margir hverjir leggja leið sína á staðinn einnig til þess að heilsa upp á glaðlegt starfsfólkið.Staðurinn hefur fengið nýtt útlit og voru margir sem mættu á opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var því viðeigandi að staðurinn opnaði í dag, en á sama tíma var leikur Íslands sýndur á risaskjá á Ingólfstorgi og því tilvalið fyrir svanga fótboltaunnendur að grípa í bita á staðnum vinsæla. Mandi setti inn færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við íslenska landsliðið með skemmtilegri tilvísun í víkingaklappið fræga og íslenska fánann má sjá á nýrri forsíðumynd staðarins. Að sögn Hlal gengu framkvæmdir vel og er staðurinn nær óþekkjanlegur, en mikið var lagt í breytingarnar. Búið er að bæta við bekkjum og borðum svo fleiri geti setið og notið matarins á staðnum, en staðurinn er yfirleitt þéttsetinn. Mandi er löngu orðinn vinsæll viðkomustaður Íslendinga sem sækja miðbæinn og því geta aðdáendur staðarins tekið gleði sína á ný og lagt leið sína niður á Ingólfstorg til þess að gæða sér á Sýrlenskri matargerð staðarins, en Hlal segir alla vera velkomna til þess að bera breytingarnar augum.Hlal Jarah, eigandi Mandi, og stuðningsmaður landsliðsins smella einni sjálfu af sér við opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var hátíðlegt á Mandi í dag þegar staðurinn opnaði á ný og voru dyr staðarins skreyttar með blöðrum.Mynd/Mandi
HM 2018 í Rússlandi Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15 Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15
Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41