Fótbolti

Albert með stoðsendingu í tapi

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Albert í leik með Alkmaar
Albert í leik með Alkmaar Getty
Albert Guðmundsson byrjaði á varamannabekk AZ Alkmaar í er liðið heimsótti Heracles og kom hann inn á þegar rúmlega hálftími var eftir. Albert nýtti innkomu sína vel en átti stoðsendingu í öðru marki Alkmaar.



Fyrir leikinn hafði Alkmaar ekki tapað leik í fyrstu þremur umferðum deildarinnar en það átti eftir að breytast í dag.



Alkmaar komst yfir strax á 2. mínútu leiksins, og varði sú forysta í tæpar 20 mínútur.

 

Jafnt var í hálfleik en fljótlega í seinni hálfleik bætti Heracles við tveimur mörkum og staðan orðin 3-1.



Rétt áður en Heracles skoraði þriðja mark sitt, þá kom Albert inn á völlinn.



Þegar um fimm mínútur voru til leiksloka sýndi Albert góða takta og lagði boltann á Bjorn Johnsen sem minnkaði muninn, en lengra komust þeir ekki. Lokatölur 3-2 fyrir Heracles



Þrátt fyrir tapið er Alkmaar enn í þriðja sæti deildarinnar en með sigri sínum jafnaði Heracles Alkmaar að stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×