Fótbolti

Celtic vann Rangers í fyrsta nágrannaslag Gerrard

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Gerrard tapaði sínum fyrsta leik í skosku úrvalsdeildinni í dag gegn erkifjendunum í Celtic
Gerrard tapaði sínum fyrsta leik í skosku úrvalsdeildinni í dag gegn erkifjendunum í Celtic Getty
Celtic vann erkifjendur sína í Rangers í dag, 1-0. Steven Gerrard, stjóri Rangers var að stýra sínum fyrsta nágrannaslag.



Steven Gerrard, einhver besti leikmaður í sögu Liverpool tók við Rangers í sumar. Þetta var fjórði leikur Rangers í deildinni en fyrir leikinn voru þeir taplausir.



Hinum meginn í Glasgow borg er það Brendan Rodgers sem stýrir Celtic, en Rodgers og Gerrard unnu einmitt saman hjá Liverpool.



Það voru því gamlir samherjar sem mættust í dag í einum elsta nágrannaslag heims.



Celtic var með yfirhöndina meirihlutann af leiknum en þrátt fyrir það var markalaust í hálfleik.



Eina mark leiksins kom hins vegar þegar um klukkutími var liðinn af leiknum og var það Olivier Ntcham sem tryggði Celtic sigurinn á grönnum sínum.



Fyrsta tap Gerrards í deildinni því staðreynd, og það gegn sínum gamla stjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×