Fótbolti

Zlatan og LA Galaxy fengu á sig sex mörk

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Zlatan hafði litla ástæðu fyrir því að brosa í nótt
Zlatan hafði litla ástæðu fyrir því að brosa í nótt Getty
Zlatan og Los Angeles Galaxy fengu sex mörk á sig gegn Real Salt Lake í MLS deildinni í Bandaríkjunum í nótt.



Zlatan Ibrahimovic og liðsfélagar hans í Los Angeles Galaxy byrjuðu með látum gegn Real Salt Lake þegar Jonathan dos Santos skoraði eftir aðeins 33 sekúndur eftir flotta fyrirgjöf Ashley Cole.



Heimamenn í Real Salt Lake jöfnuðu hins vegar leikinn á 14. mínútu en það gerði Albert Rusnak.



Á þriðju mínútu uppbótartíma kom Damir Kreilach heimamönnum yfir en hann átti eftir að koma meira við sögu í leiknum.



Real Salt Lake átti svo eftir að keyra yfir LA Galaxy í síðari hálfleik. Jefferson Savarino skoraði þriðja mark Salt Lake.



Um miðjan seinni hálfleik opnuðust svo allar flóðgáttir en fjögur mörk voru skoruð á tíu mínútum. Kreilach skoraði fjórða mark heimamanna á 61. mínútu en LA Galaxy minnkuðu muninn tveimur mínútum síðar. Það gerði Romain Alessandrini.



Rusnak bætti svo við öðru marki sínu á 68. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Kreilach enn einu sinni og fullkomnaði þar með þrennu sína.



Lokatölur 6-2 fyrir Real Salt Lake. LA Galaxy situr í 8. sæti Vesturdeildarinnar en efstu sex liðin í deildinni komast í úrslitakeppnina. LA Galaxy er þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni en liðin fyrir ofan þá eiga hins vegar leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×