Innlent

Eldur í klæðningu bílskúrs á Selfossi

Atli Ísleifsson skrifar
Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að betur fór en á horfðist og að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn.
Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að betur fór en á horfðist og að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Eldur kom upp í klæðningu á bílskúr við Starengi á Selfossi upp úr hádegi.

Sverrir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að betur fór en á horfðist og að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn.

Sjö slökkviliðsmenn, einn dælubíll, lögregla og sjúkrabíll voru send á vettvang, enda séu svona mál ávallt tekin alvarlega.

Sverrir Haukur segir að rannsókn málsins sé í höndum lögreglu en að líklegt sé að orsök eldsins megi rekja til brennara sem notaður er til að fjarlægja gróður á milli hellna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×