Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 5. júlí 2018 06:00 Gissur Pétursson, formaður FFR. vísir/vilhelm „Mér finnst ekki mikill sómi að þessari niðurstöðu. Lögin um kjararáð tilgreina að ákvörðun skuli taka mið af launaþróun í landinu og hjá sambærilegum hópum. Hún hefur verið mun meiri en þrjú prósent,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga og settur framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um ákvörðun kjararáðs sem birtist í fyrradag. Margir forstöðumenn bera þar skarðan hlut frá borði og eru ósáttir við niðurstöðuna. Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) mun funda um afgreiðslu kjararáðs eftir helgi. Formaður félagsins, Gissur Pétursson, segir að ekki hafi allir fengið svar við erindum sínum. „Það er allt með miklum ólíkindum í kringum þetta sáluga ráð. En ég ætla að í það minnsta þeir sem ekkert svar hafa fengið séu mjög ósáttir. Þessi afgreiðsla er mjög almenn og allur pakkinn tekinn í heilu lagi. Hver og einn forstöðumaður er að leggja fram rök fyrir sínu máli en svo er öllum erindunum safnað saman og svarað á einu bretti. Ég er raunar mest hissa á að þeim hafi verið svarað, ég hafði gefið upp alla von,“ segir Gissur.Sjá einnig: Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Forstjórar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja niðurstöðuna valda vonbrigðum og vera langt undir launaþróun. Mörg erindanna lágu á borði kjararáðs um árabil og langt var síðan margir fengu síðast ákvörðuð laun. Þrátt fyrir það var uppskeran rýr hjá mörgum sem gagnrýna ógagnsæja og ófullnægjandi málsmeðferð ráðsins. Forstjórarnir telja að í einhverjum tilvikum hafi verið um verðskuldaðar hækkanir að ræða en á öðrum stöðum hafi afgreiðsla málsins verið með ólíkindum. Röksemda að baki erindum hafi í engu verið getið og ekkert tillit tekið til þeirra. Um „málamyndaafgreiðslu“ hafi verið að ræða. Þá hafi hækkanirnar sem fram koma oftar en ekki verið fjarri því að halda í við launaþróun. „Það er nánast að mann langi til að vera bara starfsmaður á plani hérna fyrir sömu laun og minni ábyrgð,“ segir einn þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
„Mér finnst ekki mikill sómi að þessari niðurstöðu. Lögin um kjararáð tilgreina að ákvörðun skuli taka mið af launaþróun í landinu og hjá sambærilegum hópum. Hún hefur verið mun meiri en þrjú prósent,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga og settur framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um ákvörðun kjararáðs sem birtist í fyrradag. Margir forstöðumenn bera þar skarðan hlut frá borði og eru ósáttir við niðurstöðuna. Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) mun funda um afgreiðslu kjararáðs eftir helgi. Formaður félagsins, Gissur Pétursson, segir að ekki hafi allir fengið svar við erindum sínum. „Það er allt með miklum ólíkindum í kringum þetta sáluga ráð. En ég ætla að í það minnsta þeir sem ekkert svar hafa fengið séu mjög ósáttir. Þessi afgreiðsla er mjög almenn og allur pakkinn tekinn í heilu lagi. Hver og einn forstöðumaður er að leggja fram rök fyrir sínu máli en svo er öllum erindunum safnað saman og svarað á einu bretti. Ég er raunar mest hissa á að þeim hafi verið svarað, ég hafði gefið upp alla von,“ segir Gissur.Sjá einnig: Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Forstjórar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja niðurstöðuna valda vonbrigðum og vera langt undir launaþróun. Mörg erindanna lágu á borði kjararáðs um árabil og langt var síðan margir fengu síðast ákvörðuð laun. Þrátt fyrir það var uppskeran rýr hjá mörgum sem gagnrýna ógagnsæja og ófullnægjandi málsmeðferð ráðsins. Forstjórarnir telja að í einhverjum tilvikum hafi verið um verðskuldaðar hækkanir að ræða en á öðrum stöðum hafi afgreiðsla málsins verið með ólíkindum. Röksemda að baki erindum hafi í engu verið getið og ekkert tillit tekið til þeirra. Um „málamyndaafgreiðslu“ hafi verið að ræða. Þá hafi hækkanirnar sem fram koma oftar en ekki verið fjarri því að halda í við launaþróun. „Það er nánast að mann langi til að vera bara starfsmaður á plani hérna fyrir sömu laun og minni ábyrgð,“ segir einn þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30
Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00