Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2018 23:04 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað dóminn upp í vikunni. vísir/hanna Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir dagmóðurinni en hún var í vikunni dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Dagmóðirin neitaði sök og sagði að stúlkan, sem var 20 mánaða á þeim tíma, hefði fallið úr IKEA-barnastól sem hún sat í í eldhúsi íbúðarinnar. Þar var stúlkan í umsjá dagmóðurinnar ásamt þremur öðrum börnum en enginn annar var til frásagnar um það sem hafði gerst. Tveir réttarmeinafræðingar sem fengnir voru til að leggja mat á áverka stúlkunnar höfnuðu að þeir væru tilkomnir eftir eitt fall eins og dagmóðirin hafði lýst. Það var einnig mat læknis sem skoðaði stúlkuna á bráðamóttöku.Mögulega áverkar eftir löðrung Álit annars réttarmeinafræðingsins var á þá leið að stúlkan hafi verið með ummerki um „marga sljóa áverka báðum megin á andliti og á hálsi.“ Um væri að ræða áverka sem væru almennt af völdum höggs með litlu, mjóu priki eða löðrungi með opnum lófa. Högg með belti eða einhvers konar beltis-eða reipislaga hlut væri líka mögulegt. „Hann teldi því að ekki væri um að ræða áverka sem kæmu til við eitt fall. Ákærða hefði lýst einu falli en vissi ekki hvort brotaþoli hefði rekist á eitthvað í fallinu. Þótt tekið væri tillit til þess að brotaþoli hefði getað rekist í eitthvað í fallinu kæmu áverkarnir ekki heim og saman við það. Um væri að ræða einhvers konar fjaðrandi hlut með útlínur sem svöruðu til áverkanna. Mögulega gætu áverkarnir verið eftir löðrung. Brotaþoli hefði hlotið marga sljóa áverka. Áverkarnir á hálsinum væru eftir mjóan sveigjanlegan hlut. Þetta gæti verið eftir skammvinna tilraun til kyrkingar, t.d. með bandi eða fatnaði með harða brún. Þetta gæti verið eftir ól í barnastól eða tog í föt en það þyrfti að herða að beggja vegna. Hugsanlegt væri að svona kæmi fram við að gripið væri í föt brotaþola og snúið. Hann hefði skoðað ólina í barnastólnum en hún hefði verið of stutt til þess að koma til greina. Þá hefði smekkurinn sem brotaþoli hefði verið með losnað auðveldlega þegar togað hefði verið í hann. Hann gæti því ekki hafa hert að í falli. Áverkar á vinstri hlið andlits brotaþola virðist geta verið handafar. Á hægri hlið séu langir áverkar með bjartari svæðum á milli. Vitnið lýsti því að ef fullorðin manneskja hefði veitt þessa áverka hefði einungis þurft miðlungsmikið afl til þess að veita áverkana í andlitinu. Hins vegar hefði þurft mikið afl til þess að veita áverkana á hálsinum. Ef depilblæðingarnar í andlitinu væru af þessum sökum hefði þurft miðlungs- til mikið afl. Snerting við fall væri of stutt til þess að geta lokað æðunum. Áverkarnir í andlitinu væru ekki hættulegir. Hins vegar gætu áverkarnir á hálsinum verið af völdum kyrkingartaks sem gæti verið lífshættuleg fyrir barn á þessum aldri,“ segir í dómi héraðsdóms um vitnisburð réttarmeinafræðingsins í dómsal. Áverkar á báðum hliðum andlits sem benti til að um tvö atvik hafi verið að ræða Hinn réttarmeinafræðingurinn, sem var dómkvaddur sem matsmaður, mat það sem svo að unnt væri að draga þá ályktun að áverkar stúlkunnar yrðu ekki skýrðir með stöku falli. Því bæri að ganga út frá því að sterkur grunur væri fyrir hendi um að ekki hafi verið um að ræða slys heldur ofbeldisverknað. „Alls ekki sé hægt að útskýra áverkana með einhliða falli á gólf. Það breyti þessu ekki þótt brotaþoli hefði hugsanlega rekist í barnastólinn við hliðina á henni í fallinu. Við þetta bættust áverkarnir á hálsinum. Þar væri um að ræða teygjuáverka vegna fasts togs á húðinni. Um væri að ræða punktlaga áverka sem saman mynduðu striklaga áverka. Þetta gæti verið eftir flík sem væri hert að hálsinum, en yrði ekki skýrt með falli. Brotaþoli hefði verið með smekk með frönskum rennilás. Þar sem mikið afl hefði valdið áverkunum á hálsi brotaþola yrði að gera ráð fyrir því að hann hefði opnast. Við skoðun á vettvangi og skoðun mynda þaðan hafi hann ekki séð neitt það sem smekkurinn hefði getað fest við og valdið þessu. Það sé niðurstaða hans að brotaþoli hafi orðið fyrir ofbeldi og áverkarnir samræmist því ekki að um fall hafi verið að ræða. Áverkarnir hafi verið á báðum hliðum andlitsins og það bendi til þess að um tvö atvik hafi verið að ræða,“ segir í dómi héraðsdóms um vitnisburð dómkvadds matsmanns fyrir dómi.Hefði getað haft alvarlegar afleiðingar fyrir barnið og jafnvel valdið lífshættu Dómurinn var sammála framangreindu mati á því að áverkar stúlkunnar hefðu ekki getað orsakast af falli, líkt og var útskýring dagmóðurinnar á því sem hafði gerst, jafnvel þótt að stúlkan hefði flækst í eða rekist í eitthvað við fallið. Það var því talið sannað svo hafið væri skynsamlegan vafa að mati fjölskipaðs dóms að dagmóðirin hefði veitt stúlkunni þá áverka sem hún hlaut. Í dómnum sátu tveir héraðsdómarar og einn barnalæknir sem sérfróður meðdómandi. „Af áverkum á brotaþola er ljóst að um fleiri en eitt högg var að ræða, en áverkarnir voru á báðum hliðum andlits hennar, auk hálsins. Réttarmeinafræðingur sem mat áverkana hefur lýst því svo að miðlungsmikið afl frá fullorðinni manneskju hafi þurft til þess að veita áverkana í andliti en talsvert afl hafi þurft til að valda áverkunum á hálsi. Þá hefði slíkt atvik getað haft alvarlegar afleiðingar fyrir svo ungt barn og jafnvel valdið lífshættu. Afleiðingar árásarinnar urðu meðal annars punktblæðingar í andliti brotaþola. Ljóst er að töluvart afl þarf til þess að valda þeim,“ segir í dómnum. Þá segir jafnframt að árás fullorðinnar manneskju á höfuð og háls svo ungs barns, sem ekki getur varið sig á neinn hátt, og með beitingu slíks afls sem lýst hefur verið í dómnum, sé að mati dómsins sérstaklega hættuleg líkamsárás. Tengdar fréttir Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir dagmóðurinni en hún var í vikunni dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Dagmóðirin neitaði sök og sagði að stúlkan, sem var 20 mánaða á þeim tíma, hefði fallið úr IKEA-barnastól sem hún sat í í eldhúsi íbúðarinnar. Þar var stúlkan í umsjá dagmóðurinnar ásamt þremur öðrum börnum en enginn annar var til frásagnar um það sem hafði gerst. Tveir réttarmeinafræðingar sem fengnir voru til að leggja mat á áverka stúlkunnar höfnuðu að þeir væru tilkomnir eftir eitt fall eins og dagmóðirin hafði lýst. Það var einnig mat læknis sem skoðaði stúlkuna á bráðamóttöku.Mögulega áverkar eftir löðrung Álit annars réttarmeinafræðingsins var á þá leið að stúlkan hafi verið með ummerki um „marga sljóa áverka báðum megin á andliti og á hálsi.“ Um væri að ræða áverka sem væru almennt af völdum höggs með litlu, mjóu priki eða löðrungi með opnum lófa. Högg með belti eða einhvers konar beltis-eða reipislaga hlut væri líka mögulegt. „Hann teldi því að ekki væri um að ræða áverka sem kæmu til við eitt fall. Ákærða hefði lýst einu falli en vissi ekki hvort brotaþoli hefði rekist á eitthvað í fallinu. Þótt tekið væri tillit til þess að brotaþoli hefði getað rekist í eitthvað í fallinu kæmu áverkarnir ekki heim og saman við það. Um væri að ræða einhvers konar fjaðrandi hlut með útlínur sem svöruðu til áverkanna. Mögulega gætu áverkarnir verið eftir löðrung. Brotaþoli hefði hlotið marga sljóa áverka. Áverkarnir á hálsinum væru eftir mjóan sveigjanlegan hlut. Þetta gæti verið eftir skammvinna tilraun til kyrkingar, t.d. með bandi eða fatnaði með harða brún. Þetta gæti verið eftir ól í barnastól eða tog í föt en það þyrfti að herða að beggja vegna. Hugsanlegt væri að svona kæmi fram við að gripið væri í föt brotaþola og snúið. Hann hefði skoðað ólina í barnastólnum en hún hefði verið of stutt til þess að koma til greina. Þá hefði smekkurinn sem brotaþoli hefði verið með losnað auðveldlega þegar togað hefði verið í hann. Hann gæti því ekki hafa hert að í falli. Áverkar á vinstri hlið andlits brotaþola virðist geta verið handafar. Á hægri hlið séu langir áverkar með bjartari svæðum á milli. Vitnið lýsti því að ef fullorðin manneskja hefði veitt þessa áverka hefði einungis þurft miðlungsmikið afl til þess að veita áverkana í andlitinu. Hins vegar hefði þurft mikið afl til þess að veita áverkana á hálsinum. Ef depilblæðingarnar í andlitinu væru af þessum sökum hefði þurft miðlungs- til mikið afl. Snerting við fall væri of stutt til þess að geta lokað æðunum. Áverkarnir í andlitinu væru ekki hættulegir. Hins vegar gætu áverkarnir á hálsinum verið af völdum kyrkingartaks sem gæti verið lífshættuleg fyrir barn á þessum aldri,“ segir í dómi héraðsdóms um vitnisburð réttarmeinafræðingsins í dómsal. Áverkar á báðum hliðum andlits sem benti til að um tvö atvik hafi verið að ræða Hinn réttarmeinafræðingurinn, sem var dómkvaddur sem matsmaður, mat það sem svo að unnt væri að draga þá ályktun að áverkar stúlkunnar yrðu ekki skýrðir með stöku falli. Því bæri að ganga út frá því að sterkur grunur væri fyrir hendi um að ekki hafi verið um að ræða slys heldur ofbeldisverknað. „Alls ekki sé hægt að útskýra áverkana með einhliða falli á gólf. Það breyti þessu ekki þótt brotaþoli hefði hugsanlega rekist í barnastólinn við hliðina á henni í fallinu. Við þetta bættust áverkarnir á hálsinum. Þar væri um að ræða teygjuáverka vegna fasts togs á húðinni. Um væri að ræða punktlaga áverka sem saman mynduðu striklaga áverka. Þetta gæti verið eftir flík sem væri hert að hálsinum, en yrði ekki skýrt með falli. Brotaþoli hefði verið með smekk með frönskum rennilás. Þar sem mikið afl hefði valdið áverkunum á hálsi brotaþola yrði að gera ráð fyrir því að hann hefði opnast. Við skoðun á vettvangi og skoðun mynda þaðan hafi hann ekki séð neitt það sem smekkurinn hefði getað fest við og valdið þessu. Það sé niðurstaða hans að brotaþoli hafi orðið fyrir ofbeldi og áverkarnir samræmist því ekki að um fall hafi verið að ræða. Áverkarnir hafi verið á báðum hliðum andlitsins og það bendi til þess að um tvö atvik hafi verið að ræða,“ segir í dómi héraðsdóms um vitnisburð dómkvadds matsmanns fyrir dómi.Hefði getað haft alvarlegar afleiðingar fyrir barnið og jafnvel valdið lífshættu Dómurinn var sammála framangreindu mati á því að áverkar stúlkunnar hefðu ekki getað orsakast af falli, líkt og var útskýring dagmóðurinnar á því sem hafði gerst, jafnvel þótt að stúlkan hefði flækst í eða rekist í eitthvað við fallið. Það var því talið sannað svo hafið væri skynsamlegan vafa að mati fjölskipaðs dóms að dagmóðirin hefði veitt stúlkunni þá áverka sem hún hlaut. Í dómnum sátu tveir héraðsdómarar og einn barnalæknir sem sérfróður meðdómandi. „Af áverkum á brotaþola er ljóst að um fleiri en eitt högg var að ræða, en áverkarnir voru á báðum hliðum andlits hennar, auk hálsins. Réttarmeinafræðingur sem mat áverkana hefur lýst því svo að miðlungsmikið afl frá fullorðinni manneskju hafi þurft til þess að veita áverkana í andliti en talsvert afl hafi þurft til að valda áverkunum á hálsi. Þá hefði slíkt atvik getað haft alvarlegar afleiðingar fyrir svo ungt barn og jafnvel valdið lífshættu. Afleiðingar árásarinnar urðu meðal annars punktblæðingar í andliti brotaþola. Ljóst er að töluvart afl þarf til þess að valda þeim,“ segir í dómnum. Þá segir jafnframt að árás fullorðinnar manneskju á höfuð og háls svo ungs barns, sem ekki getur varið sig á neinn hátt, og með beitingu slíks afls sem lýst hefur verið í dómnum, sé að mati dómsins sérstaklega hættuleg líkamsárás.
Tengdar fréttir Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25