Fleiri erlendir starfsmenn sem telja brotið á rétti sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. febrúar 2018 12:54 Guðrún Elín segir að flestar tilkynningar komi frá fólki sem starfar í ferðaþjónustu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/pjetur Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands segir að undanfarið hafi það aukist að erlendir starfsmenn leiti til félagsins þar sem þeir telji brotið á rétti sínum. Í dag fær félagið að jafnaði eina til tvær kvartanir á viku. Flest málin á borði Verkalýðsfélags Suðurlands tengjast ferðaþjónustunni að sögn Guðrúnar Elínar Pálsdóttur, formanns félagsins. „Það er auðvitað aukning á fyrirspurnum frá starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustunni, þar sem þar er stærsti hópurinn okkar og það helst auðvitað í hendur.“ Félagið fær í dag að jafnaði eina til tvær kvartanir á borð til sín á viku. „Það er mikið spurt og það eru alls konar mál sem koma inn á borðið. Það getur verið ákveðin vanþekking hjá fyrirtækjunum á kjarasamningnum. Þá leysist þetta oft mjög hratt og örugglega með símtali. Svo í annan stað þarf auðvitað að fara lengra, “ segir Guðrún Elín. Sum málin endi innheimtu hjá lögmanni verkalýðsfélagsins.Telur sig undirlaunað Guðrún segir að málin snúi aðallega að því að starfsfólk telji sig vera undirlaunað. „Það sem við erum byrjuð að gera er að við erum með eftirlitsfulltrúa í vinnu hjá okkur sem fer í eftirlitsferðir, svona vinnustaðaeftirlit. Hann kynnir þeirra réttindi og skyldur. Þá kemur kannski í ljós að verið sé að greiða jafnaðarkaup, sem er náttúrulega ekki til í kjarasamningum, og þau eru látin vinna mest á kvöldin og um helgar og svo framvegis. Og jafnvel oft yfir 200 tímana. Jafnaðarkaupið er þá farið að vera langt undir lágmarkslaunum. Þetta er mjög algengt. Svo eru það tvískiptu vaktirnar til dæmis. Þá er verið að setja þig á vaktir, kannski fyrri part dagsins milli 10 og 14 eða eitthvað slíkt, og svo aftur milli 18 og 22. Það er nátturulega ekki til í kjarasamningnum heldur,“ segir Guðrún Elín.Fá til sín fólk í sjálfboðaliðastörf Þá hefur það færst í aukana að atvinnurekendur í ferðaþjónustu fái til sín starfsfólk í sjálfboðaliðastörf, en það eru störf þar sem ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði og gisting komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi. Guðrún segir að algengast sé að umræði erlend ungmenni. „Það er ekki heimilt að vera með sjálfboðaliða í efnahagslegri starfsemi,“ segir Guðrún Elín Pálsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands segir að undanfarið hafi það aukist að erlendir starfsmenn leiti til félagsins þar sem þeir telji brotið á rétti sínum. Í dag fær félagið að jafnaði eina til tvær kvartanir á viku. Flest málin á borði Verkalýðsfélags Suðurlands tengjast ferðaþjónustunni að sögn Guðrúnar Elínar Pálsdóttur, formanns félagsins. „Það er auðvitað aukning á fyrirspurnum frá starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustunni, þar sem þar er stærsti hópurinn okkar og það helst auðvitað í hendur.“ Félagið fær í dag að jafnaði eina til tvær kvartanir á borð til sín á viku. „Það er mikið spurt og það eru alls konar mál sem koma inn á borðið. Það getur verið ákveðin vanþekking hjá fyrirtækjunum á kjarasamningnum. Þá leysist þetta oft mjög hratt og örugglega með símtali. Svo í annan stað þarf auðvitað að fara lengra, “ segir Guðrún Elín. Sum málin endi innheimtu hjá lögmanni verkalýðsfélagsins.Telur sig undirlaunað Guðrún segir að málin snúi aðallega að því að starfsfólk telji sig vera undirlaunað. „Það sem við erum byrjuð að gera er að við erum með eftirlitsfulltrúa í vinnu hjá okkur sem fer í eftirlitsferðir, svona vinnustaðaeftirlit. Hann kynnir þeirra réttindi og skyldur. Þá kemur kannski í ljós að verið sé að greiða jafnaðarkaup, sem er náttúrulega ekki til í kjarasamningum, og þau eru látin vinna mest á kvöldin og um helgar og svo framvegis. Og jafnvel oft yfir 200 tímana. Jafnaðarkaupið er þá farið að vera langt undir lágmarkslaunum. Þetta er mjög algengt. Svo eru það tvískiptu vaktirnar til dæmis. Þá er verið að setja þig á vaktir, kannski fyrri part dagsins milli 10 og 14 eða eitthvað slíkt, og svo aftur milli 18 og 22. Það er nátturulega ekki til í kjarasamningnum heldur,“ segir Guðrún Elín.Fá til sín fólk í sjálfboðaliðastörf Þá hefur það færst í aukana að atvinnurekendur í ferðaþjónustu fái til sín starfsfólk í sjálfboðaliðastörf, en það eru störf þar sem ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði og gisting komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi. Guðrún segir að algengast sé að umræði erlend ungmenni. „Það er ekki heimilt að vera með sjálfboðaliða í efnahagslegri starfsemi,“ segir Guðrún Elín Pálsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira