Fleiri erlendir starfsmenn sem telja brotið á rétti sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. febrúar 2018 12:54 Guðrún Elín segir að flestar tilkynningar komi frá fólki sem starfar í ferðaþjónustu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/pjetur Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands segir að undanfarið hafi það aukist að erlendir starfsmenn leiti til félagsins þar sem þeir telji brotið á rétti sínum. Í dag fær félagið að jafnaði eina til tvær kvartanir á viku. Flest málin á borði Verkalýðsfélags Suðurlands tengjast ferðaþjónustunni að sögn Guðrúnar Elínar Pálsdóttur, formanns félagsins. „Það er auðvitað aukning á fyrirspurnum frá starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustunni, þar sem þar er stærsti hópurinn okkar og það helst auðvitað í hendur.“ Félagið fær í dag að jafnaði eina til tvær kvartanir á borð til sín á viku. „Það er mikið spurt og það eru alls konar mál sem koma inn á borðið. Það getur verið ákveðin vanþekking hjá fyrirtækjunum á kjarasamningnum. Þá leysist þetta oft mjög hratt og örugglega með símtali. Svo í annan stað þarf auðvitað að fara lengra, “ segir Guðrún Elín. Sum málin endi innheimtu hjá lögmanni verkalýðsfélagsins.Telur sig undirlaunað Guðrún segir að málin snúi aðallega að því að starfsfólk telji sig vera undirlaunað. „Það sem við erum byrjuð að gera er að við erum með eftirlitsfulltrúa í vinnu hjá okkur sem fer í eftirlitsferðir, svona vinnustaðaeftirlit. Hann kynnir þeirra réttindi og skyldur. Þá kemur kannski í ljós að verið sé að greiða jafnaðarkaup, sem er náttúrulega ekki til í kjarasamningum, og þau eru látin vinna mest á kvöldin og um helgar og svo framvegis. Og jafnvel oft yfir 200 tímana. Jafnaðarkaupið er þá farið að vera langt undir lágmarkslaunum. Þetta er mjög algengt. Svo eru það tvískiptu vaktirnar til dæmis. Þá er verið að setja þig á vaktir, kannski fyrri part dagsins milli 10 og 14 eða eitthvað slíkt, og svo aftur milli 18 og 22. Það er nátturulega ekki til í kjarasamningnum heldur,“ segir Guðrún Elín.Fá til sín fólk í sjálfboðaliðastörf Þá hefur það færst í aukana að atvinnurekendur í ferðaþjónustu fái til sín starfsfólk í sjálfboðaliðastörf, en það eru störf þar sem ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði og gisting komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi. Guðrún segir að algengast sé að umræði erlend ungmenni. „Það er ekki heimilt að vera með sjálfboðaliða í efnahagslegri starfsemi,“ segir Guðrún Elín Pálsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands segir að undanfarið hafi það aukist að erlendir starfsmenn leiti til félagsins þar sem þeir telji brotið á rétti sínum. Í dag fær félagið að jafnaði eina til tvær kvartanir á viku. Flest málin á borði Verkalýðsfélags Suðurlands tengjast ferðaþjónustunni að sögn Guðrúnar Elínar Pálsdóttur, formanns félagsins. „Það er auðvitað aukning á fyrirspurnum frá starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustunni, þar sem þar er stærsti hópurinn okkar og það helst auðvitað í hendur.“ Félagið fær í dag að jafnaði eina til tvær kvartanir á borð til sín á viku. „Það er mikið spurt og það eru alls konar mál sem koma inn á borðið. Það getur verið ákveðin vanþekking hjá fyrirtækjunum á kjarasamningnum. Þá leysist þetta oft mjög hratt og örugglega með símtali. Svo í annan stað þarf auðvitað að fara lengra, “ segir Guðrún Elín. Sum málin endi innheimtu hjá lögmanni verkalýðsfélagsins.Telur sig undirlaunað Guðrún segir að málin snúi aðallega að því að starfsfólk telji sig vera undirlaunað. „Það sem við erum byrjuð að gera er að við erum með eftirlitsfulltrúa í vinnu hjá okkur sem fer í eftirlitsferðir, svona vinnustaðaeftirlit. Hann kynnir þeirra réttindi og skyldur. Þá kemur kannski í ljós að verið sé að greiða jafnaðarkaup, sem er náttúrulega ekki til í kjarasamningum, og þau eru látin vinna mest á kvöldin og um helgar og svo framvegis. Og jafnvel oft yfir 200 tímana. Jafnaðarkaupið er þá farið að vera langt undir lágmarkslaunum. Þetta er mjög algengt. Svo eru það tvískiptu vaktirnar til dæmis. Þá er verið að setja þig á vaktir, kannski fyrri part dagsins milli 10 og 14 eða eitthvað slíkt, og svo aftur milli 18 og 22. Það er nátturulega ekki til í kjarasamningnum heldur,“ segir Guðrún Elín.Fá til sín fólk í sjálfboðaliðastörf Þá hefur það færst í aukana að atvinnurekendur í ferðaþjónustu fái til sín starfsfólk í sjálfboðaliðastörf, en það eru störf þar sem ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði og gisting komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi. Guðrún segir að algengast sé að umræði erlend ungmenni. „Það er ekki heimilt að vera með sjálfboðaliða í efnahagslegri starfsemi,“ segir Guðrún Elín Pálsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira