Víkingar fyrstir til að vinna ÍA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. júní 2018 21:11 Úr leik ÍA og Víkings síðasta sumar Vísir/Hanna Andrésdóttir Víkingur Ólafsvík varð fyrsta liðið til þess að vinna ÍA í Inkasso deild karla þetta sumarið. Leiknir sigraði Þrótt í Reykjavíkurslag og Haukar burstuðu ÍR. ÍA og Víkingur féllu úr Pepsi deild karla síðasta haust. ÍA hefur byrjað mótið í Inkassodeildinni frábærlega og er í harðri baráttu við HK um toppsætið. Vikingar blönduðu sér heldur betur í baráttuna með sigri í Ólafsvík í kvöld. Alexander Helgi Sigurðarson kom heimamönnum yfir strax á 15. mínútu með glæsimarki fyrir utan teiginn. Seinna mark Víkings var ekki verra, Gonzalo Zamaro lyfti boltanum yfir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Gonzalo var svo hársbreidd frá því að bæta við þegar skot hans fór í slánna og niður örfáum mínútum seinna. Í uppbótartíma seinni hálfleiks náðu Skagamenn að minnka muninn með marki frá Steinari Þorsteinssyni. Það dugði hins vegar ekki til og 2-1 sigur Víkings raunin. Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis sem sótti Þrótt heim á Eimskipsvöllinn í Laugardal. Fyrra markið kom á 18. mínútu eftir sendingu frá Sólon Breka Leifssyni. Það seinna gerði Sævar þegar liðið var á seinni hálfleik þegar hann skaut á milli fóta varnarmanns Þróttar og í netið. Leikurinn fór úr öskunni í eldinn fyrir Þrótt undir lokinn þegar Aron Þórður Albertsson fékk að líta rauða spjaldið að því virtist fyrir munnsöfnuð. Með sigrinum fer Leiknir fjórum stigum frá fallsæti þar sem ÍR situr sem fastast eftir stórtap fyrir Haukum í Breiðholtinu. Haukar gerðu tvö mörk strax í upphafi leiks sem gerðu ÍR-ingum erfitt fyrir. Haukur Ásberg Hilmarsson gerði fyrsta markið á 15. mínútu og Elton Barros tvöfaldaði forystuna úr víti þremur mínútum seinna. Arnar Aðalgeirsson bætti við á 64. mínútu og Alexander Helgason gerði svo út um leikinn á 74. mínútu. Lokatölur 4-0 sigur Hauka. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Víkingur Ólafsvík varð fyrsta liðið til þess að vinna ÍA í Inkasso deild karla þetta sumarið. Leiknir sigraði Þrótt í Reykjavíkurslag og Haukar burstuðu ÍR. ÍA og Víkingur féllu úr Pepsi deild karla síðasta haust. ÍA hefur byrjað mótið í Inkassodeildinni frábærlega og er í harðri baráttu við HK um toppsætið. Vikingar blönduðu sér heldur betur í baráttuna með sigri í Ólafsvík í kvöld. Alexander Helgi Sigurðarson kom heimamönnum yfir strax á 15. mínútu með glæsimarki fyrir utan teiginn. Seinna mark Víkings var ekki verra, Gonzalo Zamaro lyfti boltanum yfir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Gonzalo var svo hársbreidd frá því að bæta við þegar skot hans fór í slánna og niður örfáum mínútum seinna. Í uppbótartíma seinni hálfleiks náðu Skagamenn að minnka muninn með marki frá Steinari Þorsteinssyni. Það dugði hins vegar ekki til og 2-1 sigur Víkings raunin. Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis sem sótti Þrótt heim á Eimskipsvöllinn í Laugardal. Fyrra markið kom á 18. mínútu eftir sendingu frá Sólon Breka Leifssyni. Það seinna gerði Sævar þegar liðið var á seinni hálfleik þegar hann skaut á milli fóta varnarmanns Þróttar og í netið. Leikurinn fór úr öskunni í eldinn fyrir Þrótt undir lokinn þegar Aron Þórður Albertsson fékk að líta rauða spjaldið að því virtist fyrir munnsöfnuð. Með sigrinum fer Leiknir fjórum stigum frá fallsæti þar sem ÍR situr sem fastast eftir stórtap fyrir Haukum í Breiðholtinu. Haukar gerðu tvö mörk strax í upphafi leiks sem gerðu ÍR-ingum erfitt fyrir. Haukur Ásberg Hilmarsson gerði fyrsta markið á 15. mínútu og Elton Barros tvöfaldaði forystuna úr víti þremur mínútum seinna. Arnar Aðalgeirsson bætti við á 64. mínútu og Alexander Helgason gerði svo út um leikinn á 74. mínútu. Lokatölur 4-0 sigur Hauka. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira