Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2018 16:19 Bragi Guðbrandsson. vísir/vilhelm Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en atkvæðagreiðslan fór fram á fundi aðildarríkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í New York í dag. Bragi fékk 155 atkvæði af 195. Átján frambjóðendur sóttust eftir níu sætum í nefndinni. Bragi, ásamt fulltrúa Samóa, fékk næstflest atkvæði allra en fulltrúi Marokkó hlaut 160 atkvæði. Bragi hefur verið í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu frá því í febrúar en þar sem hann hefur nú náð kjöri í barnaréttarnefndina mun hann láta af starfi forstjóra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, fagnar úrslitum atkvæðagreiðslunnar. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Ísland hefur nú fengið rödd á þessum mikilvæga vettvangi þar sem talað er fyrir réttindum barna og bættri stöðu þeirra á grundvelli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áratuga reynsla og þekking Braga Guðbrandssonar á málefnum barna og þátttaka hans í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði mun án efa nýtast vel í störfum barnaréttarnefndarinnar,“ er haft eftir Ásmundi á vef Stjórnarráðsins.Kvartað til ráðuneytisins vegna starfa Braga Nokkur styr stóð um framboð Braga í nefndina eftir að Stundin fjallaði um að Bragi hefði sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kom fram að Ásmundur Einar hefði haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann var sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá var ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þessa þegar Bragi var tilnefndur sem fulltrúi Íslands í barnaréttarnefndina af ríkisstjórninni. Þá bárust velferðarráðuneytinu kvartanir frá barnaverndarnefndum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi vegna Barnaverndarstofu og sérstaklega vegna starfa Braga. Eitt þeirra mála sem kvartað yfir var málið sem fjallað var um í Stundinni. Fór velferðarráðuneytið í athugun á þessum kvörtunum og var niðurstaða ráðuneytisins sú að Bragi hefði ekki gerst brotlegur í starfi heldur farið út fyrir starfssvið sitt. Í byrjun maí var síðan greint frá því að Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, myndi stýra óháðri úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefndanna í garð Barnaverndarstofu og Braga. Var það niðurstaða úttektarinnar að velferðarráðuneytið hefði brotið á Braga við athugun sína þar sem málsmeðferðin hefði ekki samræmst grundvallarreglum stjórnsýsluréttar. Tengdar fréttir „Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Niðurstaða óháðrar úttektar kynnt. 8. júní 2018 10:57 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bilun í netsambandi Vodafone Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en atkvæðagreiðslan fór fram á fundi aðildarríkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í New York í dag. Bragi fékk 155 atkvæði af 195. Átján frambjóðendur sóttust eftir níu sætum í nefndinni. Bragi, ásamt fulltrúa Samóa, fékk næstflest atkvæði allra en fulltrúi Marokkó hlaut 160 atkvæði. Bragi hefur verið í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu frá því í febrúar en þar sem hann hefur nú náð kjöri í barnaréttarnefndina mun hann láta af starfi forstjóra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, fagnar úrslitum atkvæðagreiðslunnar. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Ísland hefur nú fengið rödd á þessum mikilvæga vettvangi þar sem talað er fyrir réttindum barna og bættri stöðu þeirra á grundvelli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áratuga reynsla og þekking Braga Guðbrandssonar á málefnum barna og þátttaka hans í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði mun án efa nýtast vel í störfum barnaréttarnefndarinnar,“ er haft eftir Ásmundi á vef Stjórnarráðsins.Kvartað til ráðuneytisins vegna starfa Braga Nokkur styr stóð um framboð Braga í nefndina eftir að Stundin fjallaði um að Bragi hefði sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kom fram að Ásmundur Einar hefði haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann var sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá var ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þessa þegar Bragi var tilnefndur sem fulltrúi Íslands í barnaréttarnefndina af ríkisstjórninni. Þá bárust velferðarráðuneytinu kvartanir frá barnaverndarnefndum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi vegna Barnaverndarstofu og sérstaklega vegna starfa Braga. Eitt þeirra mála sem kvartað yfir var málið sem fjallað var um í Stundinni. Fór velferðarráðuneytið í athugun á þessum kvörtunum og var niðurstaða ráðuneytisins sú að Bragi hefði ekki gerst brotlegur í starfi heldur farið út fyrir starfssvið sitt. Í byrjun maí var síðan greint frá því að Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, myndi stýra óháðri úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefndanna í garð Barnaverndarstofu og Braga. Var það niðurstaða úttektarinnar að velferðarráðuneytið hefði brotið á Braga við athugun sína þar sem málsmeðferðin hefði ekki samræmst grundvallarreglum stjórnsýsluréttar.
Tengdar fréttir „Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Niðurstaða óháðrar úttektar kynnt. 8. júní 2018 10:57 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bilun í netsambandi Vodafone Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Sjá meira
„Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28
Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53