Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2018 16:19 Bragi Guðbrandsson. vísir/vilhelm Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en atkvæðagreiðslan fór fram á fundi aðildarríkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í New York í dag. Bragi fékk 155 atkvæði af 195. Átján frambjóðendur sóttust eftir níu sætum í nefndinni. Bragi, ásamt fulltrúa Samóa, fékk næstflest atkvæði allra en fulltrúi Marokkó hlaut 160 atkvæði. Bragi hefur verið í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu frá því í febrúar en þar sem hann hefur nú náð kjöri í barnaréttarnefndina mun hann láta af starfi forstjóra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, fagnar úrslitum atkvæðagreiðslunnar. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Ísland hefur nú fengið rödd á þessum mikilvæga vettvangi þar sem talað er fyrir réttindum barna og bættri stöðu þeirra á grundvelli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áratuga reynsla og þekking Braga Guðbrandssonar á málefnum barna og þátttaka hans í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði mun án efa nýtast vel í störfum barnaréttarnefndarinnar,“ er haft eftir Ásmundi á vef Stjórnarráðsins.Kvartað til ráðuneytisins vegna starfa Braga Nokkur styr stóð um framboð Braga í nefndina eftir að Stundin fjallaði um að Bragi hefði sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kom fram að Ásmundur Einar hefði haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann var sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá var ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þessa þegar Bragi var tilnefndur sem fulltrúi Íslands í barnaréttarnefndina af ríkisstjórninni. Þá bárust velferðarráðuneytinu kvartanir frá barnaverndarnefndum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi vegna Barnaverndarstofu og sérstaklega vegna starfa Braga. Eitt þeirra mála sem kvartað yfir var málið sem fjallað var um í Stundinni. Fór velferðarráðuneytið í athugun á þessum kvörtunum og var niðurstaða ráðuneytisins sú að Bragi hefði ekki gerst brotlegur í starfi heldur farið út fyrir starfssvið sitt. Í byrjun maí var síðan greint frá því að Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, myndi stýra óháðri úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefndanna í garð Barnaverndarstofu og Braga. Var það niðurstaða úttektarinnar að velferðarráðuneytið hefði brotið á Braga við athugun sína þar sem málsmeðferðin hefði ekki samræmst grundvallarreglum stjórnsýsluréttar. Tengdar fréttir „Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Niðurstaða óháðrar úttektar kynnt. 8. júní 2018 10:57 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en atkvæðagreiðslan fór fram á fundi aðildarríkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í New York í dag. Bragi fékk 155 atkvæði af 195. Átján frambjóðendur sóttust eftir níu sætum í nefndinni. Bragi, ásamt fulltrúa Samóa, fékk næstflest atkvæði allra en fulltrúi Marokkó hlaut 160 atkvæði. Bragi hefur verið í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu frá því í febrúar en þar sem hann hefur nú náð kjöri í barnaréttarnefndina mun hann láta af starfi forstjóra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, fagnar úrslitum atkvæðagreiðslunnar. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Ísland hefur nú fengið rödd á þessum mikilvæga vettvangi þar sem talað er fyrir réttindum barna og bættri stöðu þeirra á grundvelli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áratuga reynsla og þekking Braga Guðbrandssonar á málefnum barna og þátttaka hans í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði mun án efa nýtast vel í störfum barnaréttarnefndarinnar,“ er haft eftir Ásmundi á vef Stjórnarráðsins.Kvartað til ráðuneytisins vegna starfa Braga Nokkur styr stóð um framboð Braga í nefndina eftir að Stundin fjallaði um að Bragi hefði sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kom fram að Ásmundur Einar hefði haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann var sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá var ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þessa þegar Bragi var tilnefndur sem fulltrúi Íslands í barnaréttarnefndina af ríkisstjórninni. Þá bárust velferðarráðuneytinu kvartanir frá barnaverndarnefndum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi vegna Barnaverndarstofu og sérstaklega vegna starfa Braga. Eitt þeirra mála sem kvartað yfir var málið sem fjallað var um í Stundinni. Fór velferðarráðuneytið í athugun á þessum kvörtunum og var niðurstaða ráðuneytisins sú að Bragi hefði ekki gerst brotlegur í starfi heldur farið út fyrir starfssvið sitt. Í byrjun maí var síðan greint frá því að Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, myndi stýra óháðri úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefndanna í garð Barnaverndarstofu og Braga. Var það niðurstaða úttektarinnar að velferðarráðuneytið hefði brotið á Braga við athugun sína þar sem málsmeðferðin hefði ekki samræmst grundvallarreglum stjórnsýsluréttar.
Tengdar fréttir „Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Niðurstaða óháðrar úttektar kynnt. 8. júní 2018 10:57 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28
Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53