Fótbolti

Landsliðsþjálfarinn í dómgæslu á Orkumótinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty
Í gær hófst keppni á hinu goðsagnakennda Orkumóti sem fram fer í Vestmannaeyjum á hverju ári en þar etja kappi tíu ára strákar af öllu landinu.

ÍBV hefur veg og vanda af mótinu sem er haldið gangandi af fjölda félagsmanna sem sinna sjálfboðastarfi fyrir sitt félag eins og þekkist svosem víðar.

Einn þeirra er enginn annar en Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands en hann er nýkominn til landsins frá Rússlandi þar sem hann stýrði Íslandi í sinni fyrstu Heimsmeistarakeppni.

Hann var nefnilega mættur á dómaravaktina klukkan 08:20 í morgun og dæmdi meðal annars leik Breiðabliks og FH eins og sjá má á færslu sem Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV, birtir á Twitter reikningi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×