Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2018 14:50 Viðreisn ákvað á miðvikudagskvöld að ganga til formlegra viðræðna um myndun nýs meirihluta í borginni með fráfrandi meirihlutaflokkum, Samfylkingu, Pirötum og Vinstri grænum. Vísir/Vilhelm „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík um viðræður Samfylkingar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar um myndun meirihluta í borginni. Fyrir hádegi voru velferðarmálin á dagskrá og eftir hádegi ræða fulltrúar flokkanna þjónustu-og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin.Eruði farin að sjá í land?„Nei, ekki eins og er. Það er alveg nóg eftir. Við höldum áfram og gefum okkur allavega næstu daga í viðræður. Við klárum þetta ekki á morgun eða hinn. Í fyrsta lagi verður komin einhvers konar botn í þetta í kringum helgina og það er ekki endilega víst heldur. Við erum að reyna að vanda okkur og reynum því að flýta okkur ekki of mikið,“ segir Dóra Björt sem gaf sér tíma til þess að ræða við fréttamann í „frímínútunum“. Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. „Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“Dagur B. Eggertsson á leið inn í fundarherbergi sem reyna þessa dagana að ná saman um málefni til að mynda meirihluta í Reykjavík.Vísir/JÓI KDóra Björt segir að það sé mikill samhljómur á milli flokkanna en mismunandi þó eftir því hvaða flokkur á í hlut. „Ég myndi segja að skýrasta skörunin séu jafnréttismálin og umhverfismálin. Þau sameina þessa flokka.“ Hún segir að það sé samhljómur með Viðreisn og Pírötum í þjónustu-og lýðræðismálum og bætir við að sömuleiðis sé samhljómur með Pírötum og Samfylkingu og Vinstri grænum í velferðarmálum. Talsmenn flokkana hafa gefið það út að þeir vilji hafa fyrirkomulag viðræðna fjölskylduvænt. „Í dag erum við frá 9.00-16.00 og ég sé ekki fram á að það verði lengri dagar því gæðin geta takmarkast við þreytu fólks. Það er mikið í húfi og mikilvægt að allir séu í góðu stuði og á sömu blaðsíðu,“ segir Dóra Björt. Flokkarnir hafa í dag og á föstudag fundað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en þau hafa ekki rætt sín á milli hvar næsti fundarstaður verði. „Ég grínaðist svona með það áðan að við ættum kannski að halda þessum farandsirkúsi áfram um borgina en það er ekkert sem við höfum ákveðið.“ Tengdar fréttir Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík um viðræður Samfylkingar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar um myndun meirihluta í borginni. Fyrir hádegi voru velferðarmálin á dagskrá og eftir hádegi ræða fulltrúar flokkanna þjónustu-og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin.Eruði farin að sjá í land?„Nei, ekki eins og er. Það er alveg nóg eftir. Við höldum áfram og gefum okkur allavega næstu daga í viðræður. Við klárum þetta ekki á morgun eða hinn. Í fyrsta lagi verður komin einhvers konar botn í þetta í kringum helgina og það er ekki endilega víst heldur. Við erum að reyna að vanda okkur og reynum því að flýta okkur ekki of mikið,“ segir Dóra Björt sem gaf sér tíma til þess að ræða við fréttamann í „frímínútunum“. Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. „Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“Dagur B. Eggertsson á leið inn í fundarherbergi sem reyna þessa dagana að ná saman um málefni til að mynda meirihluta í Reykjavík.Vísir/JÓI KDóra Björt segir að það sé mikill samhljómur á milli flokkanna en mismunandi þó eftir því hvaða flokkur á í hlut. „Ég myndi segja að skýrasta skörunin séu jafnréttismálin og umhverfismálin. Þau sameina þessa flokka.“ Hún segir að það sé samhljómur með Viðreisn og Pírötum í þjónustu-og lýðræðismálum og bætir við að sömuleiðis sé samhljómur með Pírötum og Samfylkingu og Vinstri grænum í velferðarmálum. Talsmenn flokkana hafa gefið það út að þeir vilji hafa fyrirkomulag viðræðna fjölskylduvænt. „Í dag erum við frá 9.00-16.00 og ég sé ekki fram á að það verði lengri dagar því gæðin geta takmarkast við þreytu fólks. Það er mikið í húfi og mikilvægt að allir séu í góðu stuði og á sömu blaðsíðu,“ segir Dóra Björt. Flokkarnir hafa í dag og á föstudag fundað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en þau hafa ekki rætt sín á milli hvar næsti fundarstaður verði. „Ég grínaðist svona með það áðan að við ættum kannski að halda þessum farandsirkúsi áfram um borgina en það er ekkert sem við höfum ákveðið.“
Tengdar fréttir Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00
Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08