Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2018 12:47 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. Vísir/Arnþór/Anton Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðisflokksins, ætlar að blása til fundar í dag og ræða málin við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en bæjarfulltrúar flokksins hafa ekki verið sammála um það hvort flokkurinn eigi að halda áfram í meirihlutasamstarfi með Bjartri framtíð/Viðreisn eða hefja viðræður við Framsóknarflokkinn. Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti BF Viðreisnar, greindi frá því á Sprengisandi í gær að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi væri í vanda staddur því hluti bæjarfulltrúa hefðu viðrað þá skoðun sína að þeir vildu ekki starfa áfram með Theodóru. Hún sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessar vendingar innan samstarfsflokks síns því mikil ánægja hafi verið með fráfarandi meirihluta í bænum en hún sagði jafnframt að áframhaldandi samstarf meirihlutans hefðu verið skilaboð kjósenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. „Allt í einu snýst þetta bara um einhverjar persónur, sem mér finnst mjög dapurlegt að heyra og upplifa.“ Theodóra segir að málið snúist meðal annars um skemmtiferð bæjarfulltrúa en henni fannst eðlilegt að kjörnir bæjarfulltrúar greiddu fyrir sig sjálfir. Margrét Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk, hafi ekki tekið undir það sjónarmið. „Ég upplifi þetta þannig að gamla pólitíkin er að rísa upp eins og gufustrókur hérna í Kópavogi,“ sagði Theodóra jafnframt í Sprengisandi. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í KópavogiTheodóra S. Þorsteinsdóttir segir að deilan snúist meira um manneskjur en málefni.AðsentÁrmann segir, í samtali við Vísi, að hann hefði viljað starfa áfram með BF Viðreisn. „Mín skoðun er sú að við ættum að setjast niður og fara yfir málin og ræða áframhaldandi samstarf,“ segir Ármann sem bætir við að þrátt fyrir það þá sé meirihluti bæjarfulltrúa ekki sammála því. Í gærkvöldi sendu þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal, frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var yfir fullu trausti til Ármanns, hann hafi óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka. Þó lýsa þremenningarnir yfir efasemdum við áframhaldandi samstarf við BF Viðreisn. Forsendur samstarfsins hefðu breyst. Sjá nánar: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Spurður hver hans viðbrögð séu við þeim orðum sem Theodóra lét falla um helgina svarar Ármann: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru og hef ekki undan neinu að kvarta.“ Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla sem fyrr segir að hittast í dag og ræða málin. Ármann segist ekki þora að fullyrða neitt um það hvenær niðurstöðu sé að vænta en telur óhætt segja að niðurstaða liggi fyrir í síðasta lagi á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í kosningunum.Ekki náðist í Karen Elísabetu Halldórsdóttur, Guðmund Gísla Geirdal, Margréti Friðriksdóttur og Birki Jón Jónsson við gerð fréttarinnar. Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðisflokksins, ætlar að blása til fundar í dag og ræða málin við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en bæjarfulltrúar flokksins hafa ekki verið sammála um það hvort flokkurinn eigi að halda áfram í meirihlutasamstarfi með Bjartri framtíð/Viðreisn eða hefja viðræður við Framsóknarflokkinn. Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti BF Viðreisnar, greindi frá því á Sprengisandi í gær að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi væri í vanda staddur því hluti bæjarfulltrúa hefðu viðrað þá skoðun sína að þeir vildu ekki starfa áfram með Theodóru. Hún sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessar vendingar innan samstarfsflokks síns því mikil ánægja hafi verið með fráfarandi meirihluta í bænum en hún sagði jafnframt að áframhaldandi samstarf meirihlutans hefðu verið skilaboð kjósenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. „Allt í einu snýst þetta bara um einhverjar persónur, sem mér finnst mjög dapurlegt að heyra og upplifa.“ Theodóra segir að málið snúist meðal annars um skemmtiferð bæjarfulltrúa en henni fannst eðlilegt að kjörnir bæjarfulltrúar greiddu fyrir sig sjálfir. Margrét Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk, hafi ekki tekið undir það sjónarmið. „Ég upplifi þetta þannig að gamla pólitíkin er að rísa upp eins og gufustrókur hérna í Kópavogi,“ sagði Theodóra jafnframt í Sprengisandi. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í KópavogiTheodóra S. Þorsteinsdóttir segir að deilan snúist meira um manneskjur en málefni.AðsentÁrmann segir, í samtali við Vísi, að hann hefði viljað starfa áfram með BF Viðreisn. „Mín skoðun er sú að við ættum að setjast niður og fara yfir málin og ræða áframhaldandi samstarf,“ segir Ármann sem bætir við að þrátt fyrir það þá sé meirihluti bæjarfulltrúa ekki sammála því. Í gærkvöldi sendu þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal, frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var yfir fullu trausti til Ármanns, hann hafi óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka. Þó lýsa þremenningarnir yfir efasemdum við áframhaldandi samstarf við BF Viðreisn. Forsendur samstarfsins hefðu breyst. Sjá nánar: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Spurður hver hans viðbrögð séu við þeim orðum sem Theodóra lét falla um helgina svarar Ármann: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru og hef ekki undan neinu að kvarta.“ Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla sem fyrr segir að hittast í dag og ræða málin. Ármann segist ekki þora að fullyrða neitt um það hvenær niðurstöðu sé að vænta en telur óhætt segja að niðurstaða liggi fyrir í síðasta lagi á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í kosningunum.Ekki náðist í Karen Elísabetu Halldórsdóttur, Guðmund Gísla Geirdal, Margréti Friðriksdóttur og Birki Jón Jónsson við gerð fréttarinnar.
Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00
Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13