Reglurnar verði líkari reglum á Norðurlöndum Sighvatur skrifar 4. júní 2018 08:00 Stefnt er að því að gera Norðurlöndin að samþættasta byggingamarkaði heims. Markmiðið er að lækka byggingarkostnað og auðvelda fyrirtækjum að starfa á milli Norðurlandanna. Vísir/ernir „Norðurlöndin eiga að verða samþættasti byggingamarkaður í heimi“, segir í yfirlýsingu norrænna ráðherra sem fara með málefni byggingariðnaðarins. Lagt er til að byggingarreglugerðir og staðlar landanna verði samræmd enn frekar frá því sem nú er. Með því að fjarlægja viðskiptahindranir verði fyrirtækjum gert auðveldara að starfa á milli landa og markmiðið að Norðurlöndin verði í raun einn byggingamarkaður. Með þessu verði hægt að lækka byggingarkostnað. Þá verður lögð áhersla á samnorrænar rannsóknir á sviði byggingariðnaðarins. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir lög og reglur í byggingariðnaði geta verið mjög mismunandi milli landa. Þótt grundvallarreglurnar séu tiltölulega líkar sé samt heilmikill munur á regluverkinu, jafnvel milli Norðurlandanna þar sem regluverkið hafi þróast sértækt í hverju landi fyrir sig. „Ég fagna auknu og þéttara norrænu samstarfi á þessu sviði. Við hittum norræna kollega okkar reglulega þar sem við skiptumst á upplýsingum og skoðum hvar við getum samræmt reglur. Þannig erum við að sigla hægt og rólega í átt að meiri samræmingu tæknilegra reglna.“ Björn bendir líka á að við gerð byggingarreglugerðarinnar frá 2012 hafi verið horft mikið til Norðurlanda sem fyrirmyndar. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist fagna öllum umbótum sem auki samkeppnishæfni Íslands. Sigurður Hannesson. framkvæmdastjóri SI.„Samtök iðnaðarins líta því yfirlýsingu ráðherranna jákvæðum augum. Við höfum talað fyrir því að einfalda þurfi regluverk og gera alla framkvæmd skilvirkari en nú er og leggjum mikla áherslu á að atvinnulífið komi líka að þessari vinnu.“ Sigurður segir fyrirmyndir hægt að sækja til Norðurlandanna og nefnir Noreg sem dæmi. Þar séu gerðar mismunandi kröfur út frá flokkun mannvirkja og umfang eftirlits sé háð eðli byggingarinnar. „Aukið svigrúm í byggingarreglugerð gæti hvatt til frekari nýsköpunar og dregið úr kostnaði. Í reglugerðum sumra Norðurlandanna er almennt meiri sveigjanleiki en í okkar regluverki sem getur stuðlað að lægri byggingarkostnaði.“ Í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að fyrsta verkefnið verði að skoða aðgengismál sérstaklega. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands, segir stöðuna hér sambærilega við hin Norðurlöndin og jafnvel betri en til dæmis í Noregi. „Það var mjög stórt skref stigið með byggingarreglugerðinni 2012 sem hafði lengi verið beðið eftir. Við þurfum bara að fá það á hreint frá umhverfisráðherra hver útgangspunkturinn í þessari vinnu eigi að vera.“ Hann segir mikilvægt að markmiðum um lækkun byggingarkostnaðar verði ekki náð með því að draga úr kröfum um aðgengi að byggingum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Norðurlöndin eiga að verða samþættasti byggingamarkaður í heimi“, segir í yfirlýsingu norrænna ráðherra sem fara með málefni byggingariðnaðarins. Lagt er til að byggingarreglugerðir og staðlar landanna verði samræmd enn frekar frá því sem nú er. Með því að fjarlægja viðskiptahindranir verði fyrirtækjum gert auðveldara að starfa á milli landa og markmiðið að Norðurlöndin verði í raun einn byggingamarkaður. Með þessu verði hægt að lækka byggingarkostnað. Þá verður lögð áhersla á samnorrænar rannsóknir á sviði byggingariðnaðarins. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir lög og reglur í byggingariðnaði geta verið mjög mismunandi milli landa. Þótt grundvallarreglurnar séu tiltölulega líkar sé samt heilmikill munur á regluverkinu, jafnvel milli Norðurlandanna þar sem regluverkið hafi þróast sértækt í hverju landi fyrir sig. „Ég fagna auknu og þéttara norrænu samstarfi á þessu sviði. Við hittum norræna kollega okkar reglulega þar sem við skiptumst á upplýsingum og skoðum hvar við getum samræmt reglur. Þannig erum við að sigla hægt og rólega í átt að meiri samræmingu tæknilegra reglna.“ Björn bendir líka á að við gerð byggingarreglugerðarinnar frá 2012 hafi verið horft mikið til Norðurlanda sem fyrirmyndar. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist fagna öllum umbótum sem auki samkeppnishæfni Íslands. Sigurður Hannesson. framkvæmdastjóri SI.„Samtök iðnaðarins líta því yfirlýsingu ráðherranna jákvæðum augum. Við höfum talað fyrir því að einfalda þurfi regluverk og gera alla framkvæmd skilvirkari en nú er og leggjum mikla áherslu á að atvinnulífið komi líka að þessari vinnu.“ Sigurður segir fyrirmyndir hægt að sækja til Norðurlandanna og nefnir Noreg sem dæmi. Þar séu gerðar mismunandi kröfur út frá flokkun mannvirkja og umfang eftirlits sé háð eðli byggingarinnar. „Aukið svigrúm í byggingarreglugerð gæti hvatt til frekari nýsköpunar og dregið úr kostnaði. Í reglugerðum sumra Norðurlandanna er almennt meiri sveigjanleiki en í okkar regluverki sem getur stuðlað að lægri byggingarkostnaði.“ Í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að fyrsta verkefnið verði að skoða aðgengismál sérstaklega. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands, segir stöðuna hér sambærilega við hin Norðurlöndin og jafnvel betri en til dæmis í Noregi. „Það var mjög stórt skref stigið með byggingarreglugerðinni 2012 sem hafði lengi verið beðið eftir. Við þurfum bara að fá það á hreint frá umhverfisráðherra hver útgangspunkturinn í þessari vinnu eigi að vera.“ Hann segir mikilvægt að markmiðum um lækkun byggingarkostnaðar verði ekki náð með því að draga úr kröfum um aðgengi að byggingum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira