Hvað er að í skólastarfinu? Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 6. mars 2018 07:00 Árangur nemenda í grunnskólum landsins og gæði skólastarfs koma reglulega til umræðu, ekki síst þegar niðurstöður í alþjóðlegum samanburði valda okkur vonbrigðum. Enn og aftur er spurt: „Hvað er að í skólakerfinu?“ Eðlilegt og sjálfsagt er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera betur enda á skólastarf að vera í sífelldri þróun. Í Hafnarfirði var árangur hafnfirskra nemenda tekinn til skoðunar í upphafi kjörtímabilsins. Fenginn var utanaðkomandi aðili til að greina stöðuna og leggja fram tillögur til úrbóta. Metnaðarfullt læsisverkefni var nýhafið og ákveðið var að bæta stærðfræði við verkefnið. Þetta hefur þegar skilað góðum árangri. Fljótlega skein þó í gegn hvert aðalviðfangsefnið var eins og umræðan í landinu undanfarin misseri hefur einnig staðfest. Álag á kennara er oft óbærilegt og að „skóli án aðgreiningar“ er því miður ekki að virka sem skyldi.Ný nálgun í þverfaglegu samstarfi Fyrir nokkru hóf fræðslusvið Hafnarfjarðar ítarlega vinnu með kennurum og skólastjórnendum annars vegar og á milli fagsviða bæjarins hins vegar. Markmiðið var að leita leiða til að bæta aðstæður í innra starfi skóla, styðja við kennara og minnka álag. Einnig að koma á þverfaglegu samstarfi félags- og fræðsluþjónustu með það í huga að koma fyrr að málefnum barna sem takast á við fjölbreyttan vanda, hvort sem hann er félagslegur, heilbrigðistengdur eða námslegur, áður en vandinn er jafnvel orðinn illviðráðanlegur. Brýnast væri að tryggja að þjónusta við alla nemendur verði fullnægjandi til að allir geti náð námsárangri í samræmi við eigin getu í skóla án aðgreiningar. Þess vegna þyrfti að koma enn betur að stuðningi við börn með sérþarfir og minnka þannig truflun í kennslustundum. Helstu hugmyndum úr þessari vinnu er verið að hrinda í framkvæmd. Stuðning sálfræðinga og kennsluráðgjafa í skólunum er verið að auka, markvisst samstarf fagaðila á milli sviða að hefjast og stutt er við kennara með fjárframlagi til þróunarstarfs og forystuhlutverka eins og C-hluti kjarasamnings gefur heimild til en fá sveitarfélög hafa nýtt.Aðbúnaður bættur og viðhald aukið Með ofangreindu eru fræðsluyfirvöld í Hafnarfirði að sýna mikið frumkvæði og vilja til nýbreytni í skólastarfi. En þó fyrst og fremst umhyggju fyrir börnunum okkar og bættu starfsumhverfi kennara. Auk þessara breytinga á áherslum innra starfs hefur aðbúnaður nemenda og starfsfólks verið bættur til muna. Tölvu- og tæknibúnaður hefur allur verið endurnýjaður, spjaldtölvum bætt inn í skólastarf og áhersla verið lögð á viðhald búnaðar og húsnæðis eftir uppsafnaða þörf. Á þessu ári verður bætt verulega í í þeim efnum. En áherslan sem heilsubærinn Hafnarfjörður setti fram í aðgerðaáætlun nýlegrar heilsustefnu, er fyrst og fremst á andlega líðan barna í samstarfi skóla og heimilis. Að stuðla að vellíðan barnanna okkar er það besta sem við gefum börnunum til að þau geti tekist á við viðfangsefni lífsins.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarbæ, formaður bæjarráðs og fræðsluráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árangur nemenda í grunnskólum landsins og gæði skólastarfs koma reglulega til umræðu, ekki síst þegar niðurstöður í alþjóðlegum samanburði valda okkur vonbrigðum. Enn og aftur er spurt: „Hvað er að í skólakerfinu?“ Eðlilegt og sjálfsagt er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera betur enda á skólastarf að vera í sífelldri þróun. Í Hafnarfirði var árangur hafnfirskra nemenda tekinn til skoðunar í upphafi kjörtímabilsins. Fenginn var utanaðkomandi aðili til að greina stöðuna og leggja fram tillögur til úrbóta. Metnaðarfullt læsisverkefni var nýhafið og ákveðið var að bæta stærðfræði við verkefnið. Þetta hefur þegar skilað góðum árangri. Fljótlega skein þó í gegn hvert aðalviðfangsefnið var eins og umræðan í landinu undanfarin misseri hefur einnig staðfest. Álag á kennara er oft óbærilegt og að „skóli án aðgreiningar“ er því miður ekki að virka sem skyldi.Ný nálgun í þverfaglegu samstarfi Fyrir nokkru hóf fræðslusvið Hafnarfjarðar ítarlega vinnu með kennurum og skólastjórnendum annars vegar og á milli fagsviða bæjarins hins vegar. Markmiðið var að leita leiða til að bæta aðstæður í innra starfi skóla, styðja við kennara og minnka álag. Einnig að koma á þverfaglegu samstarfi félags- og fræðsluþjónustu með það í huga að koma fyrr að málefnum barna sem takast á við fjölbreyttan vanda, hvort sem hann er félagslegur, heilbrigðistengdur eða námslegur, áður en vandinn er jafnvel orðinn illviðráðanlegur. Brýnast væri að tryggja að þjónusta við alla nemendur verði fullnægjandi til að allir geti náð námsárangri í samræmi við eigin getu í skóla án aðgreiningar. Þess vegna þyrfti að koma enn betur að stuðningi við börn með sérþarfir og minnka þannig truflun í kennslustundum. Helstu hugmyndum úr þessari vinnu er verið að hrinda í framkvæmd. Stuðning sálfræðinga og kennsluráðgjafa í skólunum er verið að auka, markvisst samstarf fagaðila á milli sviða að hefjast og stutt er við kennara með fjárframlagi til þróunarstarfs og forystuhlutverka eins og C-hluti kjarasamnings gefur heimild til en fá sveitarfélög hafa nýtt.Aðbúnaður bættur og viðhald aukið Með ofangreindu eru fræðsluyfirvöld í Hafnarfirði að sýna mikið frumkvæði og vilja til nýbreytni í skólastarfi. En þó fyrst og fremst umhyggju fyrir börnunum okkar og bættu starfsumhverfi kennara. Auk þessara breytinga á áherslum innra starfs hefur aðbúnaður nemenda og starfsfólks verið bættur til muna. Tölvu- og tæknibúnaður hefur allur verið endurnýjaður, spjaldtölvum bætt inn í skólastarf og áhersla verið lögð á viðhald búnaðar og húsnæðis eftir uppsafnaða þörf. Á þessu ári verður bætt verulega í í þeim efnum. En áherslan sem heilsubærinn Hafnarfjörður setti fram í aðgerðaáætlun nýlegrar heilsustefnu, er fyrst og fremst á andlega líðan barna í samstarfi skóla og heimilis. Að stuðla að vellíðan barnanna okkar er það besta sem við gefum börnunum til að þau geti tekist á við viðfangsefni lífsins.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarbæ, formaður bæjarráðs og fræðsluráðs
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun