Don Cano snúið aftur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2018 16:00 Ólafur Stefánsson handknattleikskappi er eitt af andlitum Don Cano. Don Cano Icewear hefur opnað sérstaka Don Cano verslun í Icewear Magasin á Laugavegi. Verslunin er á afmörkuðu svæði innan Icewear Magasin og er því svokölluð „búð í búð”. Svo segir í tilkynningu frá Icewear. Greint var frá fyrirhugaðri endurkomu Don Cano fyrir tveimur árum. Don Cano er íslenskt merki sem naut vinsælda á Íslandi á niunda áratugnum en lagðist í dvala á 10. áratugnum. Sænski fatahönnuðurinn Jan Davidsson, upphafsmaður merkisins, endurvakti merkið fyrr á þessu ári. „Don Cano fæddist á Íslandi seint á áttunda áratugnum þegar Jan var staddur hér á landi í heimsókn hjá tengdaforeldrum sínum. Merkið varð fljótlega gríðarlega vinsælt og Don Cano gallar eru eitt af táknum áttunda áratugarins á Íslandi og voru gallarnir notaðir við öll tilefni. Íslenska skíðalandsliði klæddist til dæmis Don Cano göllum á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo árið 1984. Jan er einn af reynslumestu hönnuðum landsins en hann er 70 ára gamall í dag. Hann hefur meðal annars starfað sem hönnunarstjóri hjá 66°N og þá var hann einn af stofnendum Cintamani,“ segir í tilkynningunni. Undanfarin ár hafi Jan unnið að upprisu Don Cano og þar sé gleðin sem einkenndi merkið á árum áður í fyrirrúmi. „Samstarfið við Icewear er frábær lending fyrir Don Cano sem byggir á sömu grunngildum og Icewear; að bjóða vandaðan og flottan fatnað fyrir alla fjölskylduna á sanngjörnu verði. Ég er búinn að vera lengi í þessum bransa, byrjaði sem lærlingur á Savile Row í London og hef unnið með fjöldamörgum fyrirtækjum um allan heim við þróun og hönnun á fatnaði. Ég er mjög spenntur fyrir þessu samstarfi við Icewear og trúi því að við náum að búa til eitthvað sérstakt saman,” segir Jan Davidsson, stofnandi og eigandi Don Cano. „Don Cano þekkir hvert einstasta mannsbarn á Íslandi sem komið er á ákveðin aldur og við hjá Icewear erum gríðarlega spennt fyrir þessu samstarfi. Jan er mikill reynslubolti og hefur unnið með heimsþekktum vörumerkjum um árabil. Við erum því mjög stolt af því að fá þann heiður að opna fyrstu Don Cano verslunina á Íslandi og kynna Íslendinga aftur fyrir merkinu,” segir Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear. Icewear hefur um árabil framleitt útivistarfatnað, fylgihluti og gjafavörur og á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1972. Icwear rekur þrjár verslanir undir merkjum Icewear Magasín og er aðaláherslan á fjölbreytt úrval af útivistarfatnaði, skóm og fylgihlutum. Neytendur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Don Cano snýr aftur Tískuvörumerkið Don Cano sem naut mikilla vinsælda á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar snýr aftur. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Icewear hefur opnað sérstaka Don Cano verslun í Icewear Magasin á Laugavegi. Verslunin er á afmörkuðu svæði innan Icewear Magasin og er því svokölluð „búð í búð”. Svo segir í tilkynningu frá Icewear. Greint var frá fyrirhugaðri endurkomu Don Cano fyrir tveimur árum. Don Cano er íslenskt merki sem naut vinsælda á Íslandi á niunda áratugnum en lagðist í dvala á 10. áratugnum. Sænski fatahönnuðurinn Jan Davidsson, upphafsmaður merkisins, endurvakti merkið fyrr á þessu ári. „Don Cano fæddist á Íslandi seint á áttunda áratugnum þegar Jan var staddur hér á landi í heimsókn hjá tengdaforeldrum sínum. Merkið varð fljótlega gríðarlega vinsælt og Don Cano gallar eru eitt af táknum áttunda áratugarins á Íslandi og voru gallarnir notaðir við öll tilefni. Íslenska skíðalandsliði klæddist til dæmis Don Cano göllum á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo árið 1984. Jan er einn af reynslumestu hönnuðum landsins en hann er 70 ára gamall í dag. Hann hefur meðal annars starfað sem hönnunarstjóri hjá 66°N og þá var hann einn af stofnendum Cintamani,“ segir í tilkynningunni. Undanfarin ár hafi Jan unnið að upprisu Don Cano og þar sé gleðin sem einkenndi merkið á árum áður í fyrirrúmi. „Samstarfið við Icewear er frábær lending fyrir Don Cano sem byggir á sömu grunngildum og Icewear; að bjóða vandaðan og flottan fatnað fyrir alla fjölskylduna á sanngjörnu verði. Ég er búinn að vera lengi í þessum bransa, byrjaði sem lærlingur á Savile Row í London og hef unnið með fjöldamörgum fyrirtækjum um allan heim við þróun og hönnun á fatnaði. Ég er mjög spenntur fyrir þessu samstarfi við Icewear og trúi því að við náum að búa til eitthvað sérstakt saman,” segir Jan Davidsson, stofnandi og eigandi Don Cano. „Don Cano þekkir hvert einstasta mannsbarn á Íslandi sem komið er á ákveðin aldur og við hjá Icewear erum gríðarlega spennt fyrir þessu samstarfi. Jan er mikill reynslubolti og hefur unnið með heimsþekktum vörumerkjum um árabil. Við erum því mjög stolt af því að fá þann heiður að opna fyrstu Don Cano verslunina á Íslandi og kynna Íslendinga aftur fyrir merkinu,” segir Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear. Icewear hefur um árabil framleitt útivistarfatnað, fylgihluti og gjafavörur og á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1972. Icwear rekur þrjár verslanir undir merkjum Icewear Magasín og er aðaláherslan á fjölbreytt úrval af útivistarfatnaði, skóm og fylgihlutum.
Neytendur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Don Cano snýr aftur Tískuvörumerkið Don Cano sem naut mikilla vinsælda á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar snýr aftur. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Don Cano snýr aftur Tískuvörumerkið Don Cano sem naut mikilla vinsælda á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar snýr aftur. 2. desember 2016 06:00