Krefjast 56 milljóna í skaðabætur í Bitcoin-málinu Birgir Olgeirsson skrifar 7. desember 2018 14:03 Eyjólfur Magnús, forstjóri gagnavera Advania. Vísir/Anton Brink Advania Datacenter lagði fram 56 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sakborningunum sjö við aðalmeðferð í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Krafan er tvískipt, annars vegar beint tjón sem nemur 33 milljónum króna og missi hagnaðar sem nemur 22 milljónum króna. Þá vill fyrirtækið fá greiddan málskostnað upp á rúma milljón. Fyrirtækið hýsti tölvurnar fyrir annað fyrirtæki en um var að ræða 225 Antminer tölvur og jafn marga aflgjafa sem notaðar eru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt. Advania Datacenter bætti fyrirtækinu tölvurnar gegn því að skaðabótakrafan yrði framseld til Advania Datacenter. Skaðabótakröfurnar voru lækkaðar frá því sem greinir í ákæru því að í fyrstu var talið að 313 tölvum hefði verið stolið úr gagnaverinu en þær reyndust vera 225 þegar upp var staðið. Hver tölva kostaði 1.288 Bandaríkjadali í innkaupum, hver aflgjafi 105 dali og flutningskostnaður 60 dalir. Á þeim degi sem tölvunum var stolið, 16. janúar, var gengi Bandaríkjadals 103 krónur og því beint tjón 33 milljónir króna. Tölvunum var stolið 16. janúar en ekki tókst að setja upp nýjar tölur í stað þeirra fyrr en 10. apríl. Á því tímabili áttu tekjur hverrar tölvu á hverjum degi að nema um 900 dollurum og tekjur 225 Antminer tölva að nema um 218 þúsund Bandaríkjadölum, frá tjónsdegi og til 10. apríl. Gera það um 22 milljónir króna að mati Advania Datacenter. Málflutningur stendur yfir í héraðsdómi. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Advania Datacenter lagði fram 56 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sakborningunum sjö við aðalmeðferð í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Krafan er tvískipt, annars vegar beint tjón sem nemur 33 milljónum króna og missi hagnaðar sem nemur 22 milljónum króna. Þá vill fyrirtækið fá greiddan málskostnað upp á rúma milljón. Fyrirtækið hýsti tölvurnar fyrir annað fyrirtæki en um var að ræða 225 Antminer tölvur og jafn marga aflgjafa sem notaðar eru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt. Advania Datacenter bætti fyrirtækinu tölvurnar gegn því að skaðabótakrafan yrði framseld til Advania Datacenter. Skaðabótakröfurnar voru lækkaðar frá því sem greinir í ákæru því að í fyrstu var talið að 313 tölvum hefði verið stolið úr gagnaverinu en þær reyndust vera 225 þegar upp var staðið. Hver tölva kostaði 1.288 Bandaríkjadali í innkaupum, hver aflgjafi 105 dali og flutningskostnaður 60 dalir. Á þeim degi sem tölvunum var stolið, 16. janúar, var gengi Bandaríkjadals 103 krónur og því beint tjón 33 milljónir króna. Tölvunum var stolið 16. janúar en ekki tókst að setja upp nýjar tölur í stað þeirra fyrr en 10. apríl. Á því tímabili áttu tekjur hverrar tölvu á hverjum degi að nema um 900 dollurum og tekjur 225 Antminer tölva að nema um 218 þúsund Bandaríkjadölum, frá tjónsdegi og til 10. apríl. Gera það um 22 milljónir króna að mati Advania Datacenter. Málflutningur stendur yfir í héraðsdómi.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15
Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10