Bandarískir þingmenn kjósa að afturkalla stuðning við Sáda í Jemen Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 07:30 Bernie Sanders (f.m.) og repúblikaninn Mike Lee (t.h.) voru flutningsmenn tillögunnar sem öldungadeildin samþykkti í gær. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti að draga til baka hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Sáda í stríði þeirra í Jemen. Í ályktun sem þingmenn beggja flokka samþykktu kenndu þeir krónprins Sádi-Arabíu um morðið að Jamal Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni. Samþykktin er sögð sögulega því þetta er í fyrsta skipti sem önnur hvor deild Bandaríkjaþings samþykkir að draga bandarískt herlið til baka úr stríðsátökum á grundvelli laga sem sett voru árið 1973 og takmörkuðu vald forseta til stríðsrekstrar án heimildar þingsins. Með henni hvetur þingið Donald Trump forseta til að draga herliðið til baka fyrir utan hluta þess sem berst gegn íslömskum öfgamönnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt með 56 atkvæðum gegn 41. Ályktunin er fyrst og fremst sögð táknræn og ólíklegt að hún verði að lögum. Trump hefur lýst því yfir að hann muni beita neitunarvaldi sínu og ekki er meirihluti fyrir ályktuninni í neðri deild þingsins eins og stendur þar sem repúblikanar eru með meirihluta þar til í næsta mánuði. Í annarri ályktun samþykktu öldungadeildarþingmennirnir samhljóða að saka Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, um morðið á Khashoggi sem var myrtur í byrjun október. Kröfðust þeir þess að Sádar drægju þá sem stóðu að morðinu til ábyrgðar. Trump forseti og ríkisstjórn hans hafa staðið með Salman þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan hafi ályktað að hann hafi að öllum líkindum skipað fyrir um morðið. „Ef krónprinsinn væri fyrir kviðdómi væri hann sakfelldur á hálftíma að mínu mati,“ sagði Bob Corker, fráfarandi öldungadeildarþingmaður repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Sömdu um vopnahlé í Jemen Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah. 13. desember 2018 22:01 Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti að draga til baka hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Sáda í stríði þeirra í Jemen. Í ályktun sem þingmenn beggja flokka samþykktu kenndu þeir krónprins Sádi-Arabíu um morðið að Jamal Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni. Samþykktin er sögð sögulega því þetta er í fyrsta skipti sem önnur hvor deild Bandaríkjaþings samþykkir að draga bandarískt herlið til baka úr stríðsátökum á grundvelli laga sem sett voru árið 1973 og takmörkuðu vald forseta til stríðsrekstrar án heimildar þingsins. Með henni hvetur þingið Donald Trump forseta til að draga herliðið til baka fyrir utan hluta þess sem berst gegn íslömskum öfgamönnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt með 56 atkvæðum gegn 41. Ályktunin er fyrst og fremst sögð táknræn og ólíklegt að hún verði að lögum. Trump hefur lýst því yfir að hann muni beita neitunarvaldi sínu og ekki er meirihluti fyrir ályktuninni í neðri deild þingsins eins og stendur þar sem repúblikanar eru með meirihluta þar til í næsta mánuði. Í annarri ályktun samþykktu öldungadeildarþingmennirnir samhljóða að saka Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, um morðið á Khashoggi sem var myrtur í byrjun október. Kröfðust þeir þess að Sádar drægju þá sem stóðu að morðinu til ábyrgðar. Trump forseti og ríkisstjórn hans hafa staðið með Salman þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan hafi ályktað að hann hafi að öllum líkindum skipað fyrir um morðið. „Ef krónprinsinn væri fyrir kviðdómi væri hann sakfelldur á hálftíma að mínu mati,“ sagði Bob Corker, fráfarandi öldungadeildarþingmaður repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Sömdu um vopnahlé í Jemen Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah. 13. desember 2018 22:01 Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30
Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05
Sömdu um vopnahlé í Jemen Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah. 13. desember 2018 22:01
Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08