Magakveisa ástæðan fyrir slæmri byrjun Noregs á EM? Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2018 19:00 Þórir lenti í vandræðum fyrir EM. vísir/afp Norska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér í dag 5.sætið á Evrópmótinu í eftir stórsigur á Svíþjóð. Árangurinn er töluvert undir væntingum en slæm byrjun á mótinu gerði það að verkum að ekki gekk betur. Nú gæti verið komin ástæða fyrir slæmri byrjun á mótinu. Noregur hefur verið eitt af bestu liðunum í kvennahandboltanum í áraraðir og meðal annars unnið sex Evróputitla frá árinu 2004. Það eru því vonbrigði að liðið hafi aðeins náð 5.sæti á mótinu í Frakklandi þrátt fyrir að lykilmenn hafi verið frá vegna meiðsla. Í samtali við TV2 í Noregi greinir læknir norska liðsins, Nils Ivar Leraand, frá því að veikindi hafi sett strik í reikninginn hjá liðinu fyrir mótið. „Það voru sjö leikmenn sem fengu niðurgang og uppköst, sem betur fer ekki fleiri. Líklega veiktust þær vegna einhvers sem þær átu," sagði Leraand í samtali við TV2. Noregur beið lægri hlut gegn Þýskalandi í fyrsta leik mótsins og tapaði einnig fyrir Rúmeníu í riðlinum. Þær fóru því án stiga í milliriðilinn en voru samt sem áður aðeins einu marki frá því að tryggja sér sæti í undanúrslitum. „Veikindin höfðu líklega áhrif á nokkra leikmenn í fyrsta leiknum," bætti Leraand við en Þórir Hergeirsson vill ekki afsaka sig á sama hátt. „Það er auðvelt að nefna eitthvað svona sem ástæðu fyrir því að við vorum ekki á tánum í upphafi mótsins. Ég vill ekki gera það. Ég vill horfa faglega á þetta og fyrst fá að heyra hvað leikmannahópurinn, þjálfarateymið og einstakir leikmenn hafa að segja áður en ég tjái mig um ástæðuna fyrir tapinu gegn Þýskalandi," sagði Þórir. Handbolti Tengdar fréttir Noregur hefja titilvörnina á tapi á Evrópumótinu Norska kvennalandsliðið í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar hófu titilvörn sína á Evrópumótinu með eins marks tapi gegn Þjóðverjum en mótið fer fram Frakklandi. 1. desember 2018 15:50 Norsku stelpurnar í fimmta sæti á EM eftir fjórða stórsigurinn í röð Norska kvennalandsliðið í handbolta er ennþá eitt það besta í Evrópu en fór bara alltof seint af stað á EM í Frakklandi. Norsku stelpurnar tryggðu sér fimmta sætið á mótinu með níu marka sigri á Svíum í dag, 38-29. 14. desember 2018 14:30 Þórir í vandræðum í Frakklandi Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru í vandræðum eftir átta marka tap gegn Rúmeníu í kvöld á EM í handbolta, 31-23. 5. desember 2018 22:20 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér í dag 5.sætið á Evrópmótinu í eftir stórsigur á Svíþjóð. Árangurinn er töluvert undir væntingum en slæm byrjun á mótinu gerði það að verkum að ekki gekk betur. Nú gæti verið komin ástæða fyrir slæmri byrjun á mótinu. Noregur hefur verið eitt af bestu liðunum í kvennahandboltanum í áraraðir og meðal annars unnið sex Evróputitla frá árinu 2004. Það eru því vonbrigði að liðið hafi aðeins náð 5.sæti á mótinu í Frakklandi þrátt fyrir að lykilmenn hafi verið frá vegna meiðsla. Í samtali við TV2 í Noregi greinir læknir norska liðsins, Nils Ivar Leraand, frá því að veikindi hafi sett strik í reikninginn hjá liðinu fyrir mótið. „Það voru sjö leikmenn sem fengu niðurgang og uppköst, sem betur fer ekki fleiri. Líklega veiktust þær vegna einhvers sem þær átu," sagði Leraand í samtali við TV2. Noregur beið lægri hlut gegn Þýskalandi í fyrsta leik mótsins og tapaði einnig fyrir Rúmeníu í riðlinum. Þær fóru því án stiga í milliriðilinn en voru samt sem áður aðeins einu marki frá því að tryggja sér sæti í undanúrslitum. „Veikindin höfðu líklega áhrif á nokkra leikmenn í fyrsta leiknum," bætti Leraand við en Þórir Hergeirsson vill ekki afsaka sig á sama hátt. „Það er auðvelt að nefna eitthvað svona sem ástæðu fyrir því að við vorum ekki á tánum í upphafi mótsins. Ég vill ekki gera það. Ég vill horfa faglega á þetta og fyrst fá að heyra hvað leikmannahópurinn, þjálfarateymið og einstakir leikmenn hafa að segja áður en ég tjái mig um ástæðuna fyrir tapinu gegn Þýskalandi," sagði Þórir.
Handbolti Tengdar fréttir Noregur hefja titilvörnina á tapi á Evrópumótinu Norska kvennalandsliðið í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar hófu titilvörn sína á Evrópumótinu með eins marks tapi gegn Þjóðverjum en mótið fer fram Frakklandi. 1. desember 2018 15:50 Norsku stelpurnar í fimmta sæti á EM eftir fjórða stórsigurinn í röð Norska kvennalandsliðið í handbolta er ennþá eitt það besta í Evrópu en fór bara alltof seint af stað á EM í Frakklandi. Norsku stelpurnar tryggðu sér fimmta sætið á mótinu með níu marka sigri á Svíum í dag, 38-29. 14. desember 2018 14:30 Þórir í vandræðum í Frakklandi Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru í vandræðum eftir átta marka tap gegn Rúmeníu í kvöld á EM í handbolta, 31-23. 5. desember 2018 22:20 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Noregur hefja titilvörnina á tapi á Evrópumótinu Norska kvennalandsliðið í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar hófu titilvörn sína á Evrópumótinu með eins marks tapi gegn Þjóðverjum en mótið fer fram Frakklandi. 1. desember 2018 15:50
Norsku stelpurnar í fimmta sæti á EM eftir fjórða stórsigurinn í röð Norska kvennalandsliðið í handbolta er ennþá eitt það besta í Evrópu en fór bara alltof seint af stað á EM í Frakklandi. Norsku stelpurnar tryggðu sér fimmta sætið á mótinu með níu marka sigri á Svíum í dag, 38-29. 14. desember 2018 14:30
Þórir í vandræðum í Frakklandi Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru í vandræðum eftir átta marka tap gegn Rúmeníu í kvöld á EM í handbolta, 31-23. 5. desember 2018 22:20