Netverjar prjóna fyrir forsætisráðherrann Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:33 Jacinda Ardern er yngsti forsætisráðherra í sögu Nýja-Sjálands, 37 ára. Ný-sjálensk hannyrðakona hratt af stað prjónabylgju um víða veröld eftir að fregnir bárust af þungun forsætisráðherrans Jacindu Ardern. Ardern tilkynnti í síðustu viku að hún og eiginmaður hennar ættu von á fyrsta barni sínu í júní næstkomandi. Hún naut gríðarlegra vinsælda í aðdraganda kosninganna undir lok síðasta árs þannig að talað var um Jacindu-æði í Nýja-Sjálandi.Tíðindi vöktu gríðarlega athygli, sem og lukku í heimalandinu Nýja-Sjálandi, og lét hin fingrafima Heather McCracken sig málið varða. Á Twitter-síðu sinni tjáði hún netheimi að hana langaði að prjóna fyrir barn forsætisráðherrans - en gefa flíkurnar síðan til góðagerðamála. Hún hafi hugsað með sér: „barnið hennar mun eflaust fá fullt af fínum hlutum á meðan önnur börn þurfa á hlýjum fötum að halda þegar þau yfirgefa fæðingardeildina,“ skrifaði McCracken í færslu sinni. Með færslunni deildi hún mynd af húfu sem hún merkti með myllumerkinu #knitforjacinda, eða #prjónaðfyrirjacindu.So I woke up this morning feeling like 'I want to knit for Jacinda's pēpi WHO'S WITH ME'But then I thought her baby will prob get loads of lovely things, and many other bubs are in need of warm clothes and hats and booties to go home from hospital.— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 19, 2018 Also I finished my first hat #knitforjacinda pic.twitter.com/Te9ZiABFNI— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 23, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fjölmargir netverjar lýstu yfir þátttöku í prjónaherferðinni. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir McCracken að hana hafi ekki grunað að uppátæki hennar myndi vekja slíka athygli. „Mér þótti bara svo gaman að heyra fréttir af þunguninni og mig langaði að búa til litla gjöf,“ segir McCracken og bætir við að ekki hafi liðið á löngu áður en hún vildi heldur gefa hana einhverjum sem hefði fyrir gjöfina meiri þörf.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinuÞað eru þó ekki bara Ný-sjálendingar sem taka þátt í herferðinni, borist hafa skeyti með fyrirspurnum hvaðanæva að, til að mynda frá grannríkinu Ástralíu.Are Australians allowed to get involved? #knitforJacinda https://t.co/3va0QMwfco— Aoife Clifford (@aoifejclifford) January 24, 2018 Áhugasamir hafa verið hvattir til að senda handverkið á barnadeild Middlemore-spítalans í Auckland. Forsætisráðherrann hefur ekki gefið upp kyn barnsins og segir hún það vera vegna þess að hún vill ekki drukkna í fötum sem ætluð eru sérstaklega einhverju kyni. Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Ný-sjálensk hannyrðakona hratt af stað prjónabylgju um víða veröld eftir að fregnir bárust af þungun forsætisráðherrans Jacindu Ardern. Ardern tilkynnti í síðustu viku að hún og eiginmaður hennar ættu von á fyrsta barni sínu í júní næstkomandi. Hún naut gríðarlegra vinsælda í aðdraganda kosninganna undir lok síðasta árs þannig að talað var um Jacindu-æði í Nýja-Sjálandi.Tíðindi vöktu gríðarlega athygli, sem og lukku í heimalandinu Nýja-Sjálandi, og lét hin fingrafima Heather McCracken sig málið varða. Á Twitter-síðu sinni tjáði hún netheimi að hana langaði að prjóna fyrir barn forsætisráðherrans - en gefa flíkurnar síðan til góðagerðamála. Hún hafi hugsað með sér: „barnið hennar mun eflaust fá fullt af fínum hlutum á meðan önnur börn þurfa á hlýjum fötum að halda þegar þau yfirgefa fæðingardeildina,“ skrifaði McCracken í færslu sinni. Með færslunni deildi hún mynd af húfu sem hún merkti með myllumerkinu #knitforjacinda, eða #prjónaðfyrirjacindu.So I woke up this morning feeling like 'I want to knit for Jacinda's pēpi WHO'S WITH ME'But then I thought her baby will prob get loads of lovely things, and many other bubs are in need of warm clothes and hats and booties to go home from hospital.— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 19, 2018 Also I finished my first hat #knitforjacinda pic.twitter.com/Te9ZiABFNI— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 23, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fjölmargir netverjar lýstu yfir þátttöku í prjónaherferðinni. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir McCracken að hana hafi ekki grunað að uppátæki hennar myndi vekja slíka athygli. „Mér þótti bara svo gaman að heyra fréttir af þunguninni og mig langaði að búa til litla gjöf,“ segir McCracken og bætir við að ekki hafi liðið á löngu áður en hún vildi heldur gefa hana einhverjum sem hefði fyrir gjöfina meiri þörf.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinuÞað eru þó ekki bara Ný-sjálendingar sem taka þátt í herferðinni, borist hafa skeyti með fyrirspurnum hvaðanæva að, til að mynda frá grannríkinu Ástralíu.Are Australians allowed to get involved? #knitforJacinda https://t.co/3va0QMwfco— Aoife Clifford (@aoifejclifford) January 24, 2018 Áhugasamir hafa verið hvattir til að senda handverkið á barnadeild Middlemore-spítalans í Auckland. Forsætisráðherrann hefur ekki gefið upp kyn barnsins og segir hún það vera vegna þess að hún vill ekki drukkna í fötum sem ætluð eru sérstaklega einhverju kyni.
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00
Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37