Enski boltinn

Wenger pirrar sig á aldursfordómum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hættir Wenger loks með Arsenal eftir tímabilið?
Hættir Wenger loks með Arsenal eftir tímabilið? vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé erfitt að sætta sig við þegar gagnrýni á hann sem stjóra Arsenal beinast að því hversu lengi hann hefur verið hjá félaginu eða hversu gamall hann er.

Wenger hefur verið þjálfari Arsenal síðan 1. október 1996. Umræðan um að Arsenal láti Wenger fara eftir tímabilið verður nú háværari og háværari með hverjum deginum. Talið er að Thomas Tuchel sé klár í að taka við fái hann ekki starfið hjá Bayern Munchen.

„Ég samþykki það að ef að úrslitin eru ekki nægilega góð þá verður þú að taka afleiðingunum en eilífðar vangaveltur um hversu lengi þú hefur verið hjá félaginu, hversu gamall þú ert. Mér finnst erfitt að sætta mig við það,” sagði Wenger.

„Allt hitt verð ég hins vegar bara að sætta mig við því ég er í opinberu starfi. Ég verð að skila inn góðum úrslitum og ég er dæmdur á úrslitunum,” sagði Frakkinn.

Arsenal hefur ekki gengið sem skildi á leiktíðinni. Liðið er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 48 stig, þrettán stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sæti. Það bendir því allt til þess að annað árið í röð leiki Arsenal ekki í Meistaradeildinni.


Tengdar fréttir

Tuchel velur Bayern frekar en Arsenal

Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Dortmund, tekur frekar við Bayern Munchen en Arsenal geti hann valið milli félaganna í lok tímabilsins fari sem svo að bæði lið skipta um þjálfa. Þetta herma heimildir Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×