Claire Foy tjáir sig um fréttir af launamisréttinu í The Crown Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2018 13:45 Claire Foy og Matt Smith. vísir/getty Breska leikkonan Claire Foy segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu mikla athygli fregnir af misháum launagreiðslum til aðalleikaranna í þáttunum The Crown fengu á dögunum. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Matt Smith, sem fer með hlutverk Filipusar prins í þáttunum, hefði fengið meira greitt fyrir leik sinn heldur en Foy sem fer með aðalhlutverkið, leikur sjálfa Elísabetu II Englandsdrottningu. Fréttirnar vöktu mikla athygli og hneyksluðust margir á því launamisrétti milli karls og konu sem þarna birtist. Var ástæðan fyrir hærri launum Smith sögð sú að hann væri mun þekktari leikari en Foy vegna hlutverks hans í þáttunum Dr. Who.Skrýtið að vera í miðju fjölmiðlastormsins „Þetta kom mér á óvart að því leyti að ég var í miðju þessa fréttaflutnings og það fannst mér mjög skrýtið. En ég er hissa á viðbrögðum fólks við þessum fréttum þar sem kona var í aðalhlutverkinu. [...] En ég veit að Matt líður eins og mér, það er að segja að það er skrýtið að vera í í aðalhlutverki í fréttum sem maður bað ekki sérstaklega um,“ segir Foy. Leikkonan hefur ekki tjáð sig beint um sjálft launamisréttið en þessi orð hennar koma í kjölfar afsökunarbeiðni frá framleiðslufyrirtækinu þar sem hún og Smith voru beðin afsökunar á því að hafa lent í fjölmiðlastormi vegna málsins. Framleiðendurnir upplýstu sjálfir um launin á málþingi í Jerúsalem um miðjan mars. „Leikararnir vita ekki sjálfir hve mikið hver fær borgað og þeir geta ekki verið ábyrgir fyrir því sem samstarfsmenn þeirra fá greitt í laun,“ sagði í afsökunarbeiðni framleiðandanna.Frammistaða Foy helsta ástæða þess að ráðist verður í fleiri þáttaraðir Jared Harris, sem fór með hlutverk Georgs VI í þáttunum, hefur sagt að málið sé allt hið vandræðalegast fyrir framleiðslufyrirtækið. Það ætti að gera meira en að biðjast afsökunar. „Ég skil að þeir hafi beðist afsökunar en afsökunarbeiðni og annar launaseðill væri meira en vel þegið. Hún vann lengur og frammistaða hennar í þáttunum er stór ástæða þess að það verða fleiri þáttaraðir,“ sagði Harris. Tengdar fréttir Biðja leikara The Crown afsökunar Segjast bara fulla ábyrgð á launamismuninum. 20. mars 2018 16:25 Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira
Breska leikkonan Claire Foy segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu mikla athygli fregnir af misháum launagreiðslum til aðalleikaranna í þáttunum The Crown fengu á dögunum. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Matt Smith, sem fer með hlutverk Filipusar prins í þáttunum, hefði fengið meira greitt fyrir leik sinn heldur en Foy sem fer með aðalhlutverkið, leikur sjálfa Elísabetu II Englandsdrottningu. Fréttirnar vöktu mikla athygli og hneyksluðust margir á því launamisrétti milli karls og konu sem þarna birtist. Var ástæðan fyrir hærri launum Smith sögð sú að hann væri mun þekktari leikari en Foy vegna hlutverks hans í þáttunum Dr. Who.Skrýtið að vera í miðju fjölmiðlastormsins „Þetta kom mér á óvart að því leyti að ég var í miðju þessa fréttaflutnings og það fannst mér mjög skrýtið. En ég er hissa á viðbrögðum fólks við þessum fréttum þar sem kona var í aðalhlutverkinu. [...] En ég veit að Matt líður eins og mér, það er að segja að það er skrýtið að vera í í aðalhlutverki í fréttum sem maður bað ekki sérstaklega um,“ segir Foy. Leikkonan hefur ekki tjáð sig beint um sjálft launamisréttið en þessi orð hennar koma í kjölfar afsökunarbeiðni frá framleiðslufyrirtækinu þar sem hún og Smith voru beðin afsökunar á því að hafa lent í fjölmiðlastormi vegna málsins. Framleiðendurnir upplýstu sjálfir um launin á málþingi í Jerúsalem um miðjan mars. „Leikararnir vita ekki sjálfir hve mikið hver fær borgað og þeir geta ekki verið ábyrgir fyrir því sem samstarfsmenn þeirra fá greitt í laun,“ sagði í afsökunarbeiðni framleiðandanna.Frammistaða Foy helsta ástæða þess að ráðist verður í fleiri þáttaraðir Jared Harris, sem fór með hlutverk Georgs VI í þáttunum, hefur sagt að málið sé allt hið vandræðalegast fyrir framleiðslufyrirtækið. Það ætti að gera meira en að biðjast afsökunar. „Ég skil að þeir hafi beðist afsökunar en afsökunarbeiðni og annar launaseðill væri meira en vel þegið. Hún vann lengur og frammistaða hennar í þáttunum er stór ástæða þess að það verða fleiri þáttaraðir,“ sagði Harris.
Tengdar fréttir Biðja leikara The Crown afsökunar Segjast bara fulla ábyrgð á launamismuninum. 20. mars 2018 16:25 Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira
Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54