Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2018 21:31 Geir fær að líta gula spjaldið í kvöld. vísir/ernir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. „Það er margt sem fer um kollinn á manni. Ég er stoltur af drengjunum allan leikinn. Þeir voru að gefa allt í þetta. Þetta var gífurlegt ströggl í síðari hálfleik og við lentum í erfiðleikum, en mér fannst við vera að gera flotta hluti,” sagi Geir við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Það var ekki eins og þeir hafi lokað á okkur heldur var það markvörðurinn. Mér fannst dómgæslan halla á okkur, en ég ætla að segja sem minnst um það í bili. Ég ætla að fá að skoða það í rólegheitum,” sem segir að honum hafi órað fyrir einhverri heimadómgæslu en ekki eins mikilli og hún var: „Ég átti von á einhverju, en ekki svona mikið að mér fannst. Kannski sé ég það í öðru ljósi eftir leikinn.” Geir sagði að hann hafi séð margt jákvætt í leik liðsins í dag. „Margt mjög jákvætt og við náðum að rúlla þessu. Flest allir komu inn á og mjög góður kaflar inn á milli. Þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” en gerði hann breytingar á byrjunarliðinu vegna þreytu eða bara þess að sumir leikmennirnir hentuðu Króötunum betur? „Sitt lítið af hverju. Maður þarf að hugsa aðeins lengra fram í tímann en daginn í dag. Ég treysti öllum þessum leikmönnum og þeir eru hér vegna þess að þeir eru góðir handboltamenn. Svo þarf maður auðvitað að spá hvað hentar þessu liði. Við þurftum að veðja á hvaða vörn þeir myndu byrja með.” „Í ljósi sögunnar þá er Króatía verið að spila 5+1 júgóslavísku vörn og ég átti alveg eins von að það myndi koma, en það kom ekki. Okkur gekk vel með 6-0 vörnina og heilt yfir allan leikinn, en það komu kaflar þar sem komu þrír teknískir feilar. Þá náðu þeir yfirhöndinni í fyrri hálfleik og svo varði hann eins og ég veit ekki hvað, blessaður maðurinn,” segir Geir sem lítur þó björtum augum á framundan. „Það sem lögðum upp með gekk glimrandi vel. Við komum með sjálfstraust inn í þetta og mjög jákvætt.” Geir segir að það hafi ekkert komið sér á óvart þegar Króatarnir fóru í því að spila sjö gegn sex í sókninni. „Við áttum alveg eins von á því, en æfðum það ekkert sérstaklega. Mér fannst það oft á tíðum ná að standa það vel og þetta var oft herslumunur. Síðan náðum við kannski ekki að nýta það að markið var tómt. Þetta var töff fyrstu tíu í síðari,” segir Geir. Hann var ánægður með framlag drengjanna. „100% sáttur. Menn lögðu líf og sál í þetta," sagði þjálfarinn að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. „Það er margt sem fer um kollinn á manni. Ég er stoltur af drengjunum allan leikinn. Þeir voru að gefa allt í þetta. Þetta var gífurlegt ströggl í síðari hálfleik og við lentum í erfiðleikum, en mér fannst við vera að gera flotta hluti,” sagi Geir við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Það var ekki eins og þeir hafi lokað á okkur heldur var það markvörðurinn. Mér fannst dómgæslan halla á okkur, en ég ætla að segja sem minnst um það í bili. Ég ætla að fá að skoða það í rólegheitum,” sem segir að honum hafi órað fyrir einhverri heimadómgæslu en ekki eins mikilli og hún var: „Ég átti von á einhverju, en ekki svona mikið að mér fannst. Kannski sé ég það í öðru ljósi eftir leikinn.” Geir sagði að hann hafi séð margt jákvætt í leik liðsins í dag. „Margt mjög jákvætt og við náðum að rúlla þessu. Flest allir komu inn á og mjög góður kaflar inn á milli. Þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” en gerði hann breytingar á byrjunarliðinu vegna þreytu eða bara þess að sumir leikmennirnir hentuðu Króötunum betur? „Sitt lítið af hverju. Maður þarf að hugsa aðeins lengra fram í tímann en daginn í dag. Ég treysti öllum þessum leikmönnum og þeir eru hér vegna þess að þeir eru góðir handboltamenn. Svo þarf maður auðvitað að spá hvað hentar þessu liði. Við þurftum að veðja á hvaða vörn þeir myndu byrja með.” „Í ljósi sögunnar þá er Króatía verið að spila 5+1 júgóslavísku vörn og ég átti alveg eins von að það myndi koma, en það kom ekki. Okkur gekk vel með 6-0 vörnina og heilt yfir allan leikinn, en það komu kaflar þar sem komu þrír teknískir feilar. Þá náðu þeir yfirhöndinni í fyrri hálfleik og svo varði hann eins og ég veit ekki hvað, blessaður maðurinn,” segir Geir sem lítur þó björtum augum á framundan. „Það sem lögðum upp með gekk glimrandi vel. Við komum með sjálfstraust inn í þetta og mjög jákvætt.” Geir segir að það hafi ekkert komið sér á óvart þegar Króatarnir fóru í því að spila sjö gegn sex í sókninni. „Við áttum alveg eins von á því, en æfðum það ekkert sérstaklega. Mér fannst það oft á tíðum ná að standa það vel og þetta var oft herslumunur. Síðan náðum við kannski ekki að nýta það að markið var tómt. Þetta var töff fyrstu tíu í síðari,” segir Geir. Hann var ánægður með framlag drengjanna. „100% sáttur. Menn lögðu líf og sál í þetta," sagði þjálfarinn að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Sjá meira
Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44