Laug um að hafa hitt Putin og segir af sér Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 16:56 Halbe Zijlstra sagði lygina hafa verið "stærstu mistök ferils síns“ og að Holland ætti skilið að vera með utanríkisráðherra með óflekkað mannorð. Vísir/AFP Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands, hefur sagt af sér fyrir að hafa sagt ósatt um að hafa hitt Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hélt því fram árið 2016 að hann hafði persónulega heyrt Putin tala árið 2006 um að útvíkka landamæri Rússlands og mögulega hernema Hvíta-Rússland, Úkraínu, Eystrasaltslöndin og mögulega Kasakstan. Árið 2006 starfaði Zijlstra hjá Shell og ferðaðist til Rússlands með Jeroen van der Veer, þáverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Staðhæfing Zijlstra vakti athygli í gær samkvæmt Politco þegar hollenskt dagblað birti frétt um ummælin og að flokksmeðlimir hans hafi ekki trúað honum. Í samtali við blaðamann dagblaðsins Volkskrant viðurkenndi Zijlstra að hann hefði ekki verið staddur í sama herbergi og Putin heldur hefði hann heyrt frásögnina frá öðrum manni. Hann hafi sagst hafa heyrt ummæli Putin sjálfur til að verja heimildarmann sinn.Samkvæmt Reuters hefur Zijlstra nú sagt af sér þó hann segist enn treysta heimildarmanni sínum. Hins vegar hafi trúverðugleiki hans sjálfs orðið fyrir miklum skaða og hann geti ómögulega haldið áfram í starfi utanríkisráðherra.Hann sagði lygina hafa verið „stærstu mistök ferils síns“ og að Holland ætti skilið að vera með utanríkisráðherra með óflekkað mannorð. Til stóð að Zijlstra myndi ferðast til Rússlands í dag og hitta Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Þar áttu þeir að ræða örlög MH17. Flugvélarinnar sem skotin var niður yfir Úkraínu árið 2014. Holland Rússland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands, hefur sagt af sér fyrir að hafa sagt ósatt um að hafa hitt Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hélt því fram árið 2016 að hann hafði persónulega heyrt Putin tala árið 2006 um að útvíkka landamæri Rússlands og mögulega hernema Hvíta-Rússland, Úkraínu, Eystrasaltslöndin og mögulega Kasakstan. Árið 2006 starfaði Zijlstra hjá Shell og ferðaðist til Rússlands með Jeroen van der Veer, þáverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Staðhæfing Zijlstra vakti athygli í gær samkvæmt Politco þegar hollenskt dagblað birti frétt um ummælin og að flokksmeðlimir hans hafi ekki trúað honum. Í samtali við blaðamann dagblaðsins Volkskrant viðurkenndi Zijlstra að hann hefði ekki verið staddur í sama herbergi og Putin heldur hefði hann heyrt frásögnina frá öðrum manni. Hann hafi sagst hafa heyrt ummæli Putin sjálfur til að verja heimildarmann sinn.Samkvæmt Reuters hefur Zijlstra nú sagt af sér þó hann segist enn treysta heimildarmanni sínum. Hins vegar hafi trúverðugleiki hans sjálfs orðið fyrir miklum skaða og hann geti ómögulega haldið áfram í starfi utanríkisráðherra.Hann sagði lygina hafa verið „stærstu mistök ferils síns“ og að Holland ætti skilið að vera með utanríkisráðherra með óflekkað mannorð. Til stóð að Zijlstra myndi ferðast til Rússlands í dag og hitta Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Þar áttu þeir að ræða örlög MH17. Flugvélarinnar sem skotin var niður yfir Úkraínu árið 2014.
Holland Rússland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira