KR og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í kvennaflokki en þetta varð ljóst eftir leiki dagsins þar sem bæði þessi lið unnu nauma 1-0 sigra.
Fyrr í dag vann KR 1-0 sigur á HK/Víking í Egilshöllinni en eina mark leiksins skoraði Margrét María Hólmarsdóttir á 60. mínútu.
Þá vann Valur 1-0 sigur á Fylki í seinni leik kvöldsins en Hlín Eiríksdóttir skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu.
Úrslitaleikurinn fer fram þann 22. febrúar næstkomandi í Egilshöllinni.
Upplýsingar um markaskorara koma frá Fotbolti.net.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)