Innlent

Talinn hættulegur umhverfi sínu og áfram í gæsluvarðhaldi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur og er talinn hættulegur umhverfi sínu.
Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur og er talinn hættulegur umhverfi sínu. Vísir/Heiða
Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dætrum sínum. Mun maðurinn sæta gæsluvarðhaldi til 24. janúar næstkomandi.

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald þann 27. Desember síðastliðinn. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var staðfestur í Hæstarétti í gær.

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar ætluð kynferðisbrot mannsins gegn dóttur hans. Hin ætluðu brot hafi verið framin á hótelherbergi þegar dóttirin var fimm til sex ára gömul.

Framburður stúlkunnar afar trúverðugur

Maðurinn neitar sök en að mati lögreglu er þrátt fyrir neitun hans sterkur rökstuddur grunur fyrir hendi um að maðurinn hafi gerst sekur um hin ætluðu brot. Það byggi á því að framburður stúlkunnar hjá lögreglu sé matinn afar trúverðugur og að ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga hann í efa á nokkurn hátt. Í dómi kemur fram að rannsókn málsins sé lokið og að það verði sent embætti héraðssakskóknara á næstu dögum.

Þá er einnig til meðferðar hjá héraðssaksóknara mál þar sem manninum er gefið að sök að hafa ítrekað brotið kynferðislega á næst elstu dóttur sinni þegar hún var fimm til sex ára gömul. Segir hún að maðurinn hafi brotið gegn sér á heimili þeirra. Um hafi verið að ræða samfarir þannig að maðurinn hafi stungið getnaðarlim sínum í leggöng hennar og hafi það gerst oftar en einu sinni.

Maðurinn hlaut einnig árið 1991 tíu mánaða dóm fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þriðju dótturinni, þeirri elstu.

Lögreglustjóri telur að umrædd brot séu þess eðlis að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, maðurinn sé hættulegur umhverfi sínu. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus þegar sterkur grunur leikur á að hann hafi framið svo alvarleg brot

Dóm Hæstaréttar má lesa hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×