Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2018 11:23 Maður sem pyntar, hræðir, lemur, kúgar, hótar og niðurlægir konu sína milli þess sem hann lofar öllu fögru og þykist vera í eftirsjá – hann þarf að horfast í augu við réttlætið, segir Hanna Kristín Skaftadóttir. Hanna Kristín Hanna Kristín Skaftadóttir greinir frá því að náðst hafi dómsátt við fyrrverandi sambýlismann hennar, Magnús Jónsson. Hanna Kristín höfðaði einkamál á hendur honum „fyrir hrottalegt ofbeldi“ í Austin í Texas í mars í fyrra. Magnús þarf, að sögn Hönnu, að greiða henni miskabætur, útlagðan kostnað og lögfræðikostnað. „Drekkir sér að lokum sjálfur í eigin lögfræðikostnaði!“ segir Hanna og bendir á að í dómssáttinni felist ekkert ákvæði um þagnarskyldu. Hún hafi séð að rannsókn lögreglu tæki langan tíma og ákveðið að höfða líka einkamál. „…enda er engin sú fjárhæð sem væri hægt að greiða mér fyrir slíkt. Ég hef hingað til haldið öllum atriðum leyndum af atvikinu í Texas út af einkamálinu, en nú get ég sagt frá því sem átti sér stað. Minn sigur, ef sigur skyldi kallast, felst í að fá undirritað plagg þar sem hann gengst við óréttlætinu sem hann beitti mig. “ Vísir fjallaði á sínum tíma um það þegar Magnús var handtekinn í Austin grunaður um ofbeldi gegn Hönnu Kristínu. „…þar sem ég var illa barin af manninum sem ég taldi elska mig – hrökklaðist heim grátandi, með marið andlit, útþakin varnaráverkum á handleggjum og fótleggjum, sprungna vör og brotna tönn, í flug án síma (hann mölbraut símann og eyðilagði) eftir vinnuferð,“ segir Hanna Kristín á Facebook.Arnar Þór Stefánsson, hrl.Viðurkenndi brotið gegn skilmálum Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Hönnu, segir í samtali við Vísi að málinu í Bandaríkjunum hafi lokið með svokölluðum skilorðsbundnum ákærufresti. Þá sé brot viðurkennt gegn ákveðnum skilmálum. Brjóti aðili aftur af sér er ákært fyrir bæði brotin. Lögreglan á Íslandi hefur til rannsóknar fyrri ofbeldisbrot gegn Hönnu Kristínu og hefur Magnús verið úrskurðaður í nálgunarbann á meðan. Nálgunarbannið, sem var til hálfs árs, rennur út eftir tvær vikur. „Áreiti hans og hótanir var linnulaust. En þar sem sakamálið gekk hægt og ljóst var að ekki væri hægt að fara í Texas málið sem sakamál hérlendis þá ákváðum við Arnar að tækla það sem einkamál. Það var ekkert auðvelt við að taka þá ákvörðun að höfða einkamál gegn ofbeldismanni sínum. En ég hafði engu að tapa. Sá sem verður fyrir órétti og ofbeldi og heyrir svo ofbeldismann sinn segja opinberlega að maður sé að ljúga eða stunda ærumeiðingar er martröð líkast. En ég vissi auðvitað hvað var rétt og satt enda hafði Magnús skrifað undir játningu á verknaðinum í Texas.“Magnús Jónsson, fyrrverandi sambýlismaður Hönnu Kristínar.Vísir/HörðurVonar að málið verði fordæmisgefandi Hún segist hafa talið að dómsátt myndi veita henni einhverja tilfinningu um að réttlætið hefði sigrað. „En málið er að það er ekkert réttlátt við heimilisofbeldi. Það sem þó gefur mér hlýju í hjartað er að hafa þorað að taka málið alla leið og ég bind vonir við að þetta mál verði fordæmisgefandi fyrir aðrar konur í minni stöðu. Hvetji þær til að sækja réttlæti. En þó aðallega að þetta hafi jaðarbreytingaráhrif í átt að réttlátara samfélagi og veiti innsýn í raunveruleika þeirra sem lenda í klóm siðlindra ofbeldismanna,“ segir Hanna. Tengdar fréttir Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15 Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn um helgina. 6. apríl 2017 13:30 Bað fyrrverandi tengdaföður sinn afsökunar á Facebook Magnús Jónsson var kvæntur dóttur Þorsteins Vilhelmssonar. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. 11. apríl 2017 10:00 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hanna Kristín Skaftadóttir greinir frá því að náðst hafi dómsátt við fyrrverandi sambýlismann hennar, Magnús Jónsson. Hanna Kristín höfðaði einkamál á hendur honum „fyrir hrottalegt ofbeldi“ í Austin í Texas í mars í fyrra. Magnús þarf, að sögn Hönnu, að greiða henni miskabætur, útlagðan kostnað og lögfræðikostnað. „Drekkir sér að lokum sjálfur í eigin lögfræðikostnaði!“ segir Hanna og bendir á að í dómssáttinni felist ekkert ákvæði um þagnarskyldu. Hún hafi séð að rannsókn lögreglu tæki langan tíma og ákveðið að höfða líka einkamál. „…enda er engin sú fjárhæð sem væri hægt að greiða mér fyrir slíkt. Ég hef hingað til haldið öllum atriðum leyndum af atvikinu í Texas út af einkamálinu, en nú get ég sagt frá því sem átti sér stað. Minn sigur, ef sigur skyldi kallast, felst í að fá undirritað plagg þar sem hann gengst við óréttlætinu sem hann beitti mig. “ Vísir fjallaði á sínum tíma um það þegar Magnús var handtekinn í Austin grunaður um ofbeldi gegn Hönnu Kristínu. „…þar sem ég var illa barin af manninum sem ég taldi elska mig – hrökklaðist heim grátandi, með marið andlit, útþakin varnaráverkum á handleggjum og fótleggjum, sprungna vör og brotna tönn, í flug án síma (hann mölbraut símann og eyðilagði) eftir vinnuferð,“ segir Hanna Kristín á Facebook.Arnar Þór Stefánsson, hrl.Viðurkenndi brotið gegn skilmálum Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Hönnu, segir í samtali við Vísi að málinu í Bandaríkjunum hafi lokið með svokölluðum skilorðsbundnum ákærufresti. Þá sé brot viðurkennt gegn ákveðnum skilmálum. Brjóti aðili aftur af sér er ákært fyrir bæði brotin. Lögreglan á Íslandi hefur til rannsóknar fyrri ofbeldisbrot gegn Hönnu Kristínu og hefur Magnús verið úrskurðaður í nálgunarbann á meðan. Nálgunarbannið, sem var til hálfs árs, rennur út eftir tvær vikur. „Áreiti hans og hótanir var linnulaust. En þar sem sakamálið gekk hægt og ljóst var að ekki væri hægt að fara í Texas málið sem sakamál hérlendis þá ákváðum við Arnar að tækla það sem einkamál. Það var ekkert auðvelt við að taka þá ákvörðun að höfða einkamál gegn ofbeldismanni sínum. En ég hafði engu að tapa. Sá sem verður fyrir órétti og ofbeldi og heyrir svo ofbeldismann sinn segja opinberlega að maður sé að ljúga eða stunda ærumeiðingar er martröð líkast. En ég vissi auðvitað hvað var rétt og satt enda hafði Magnús skrifað undir játningu á verknaðinum í Texas.“Magnús Jónsson, fyrrverandi sambýlismaður Hönnu Kristínar.Vísir/HörðurVonar að málið verði fordæmisgefandi Hún segist hafa talið að dómsátt myndi veita henni einhverja tilfinningu um að réttlætið hefði sigrað. „En málið er að það er ekkert réttlátt við heimilisofbeldi. Það sem þó gefur mér hlýju í hjartað er að hafa þorað að taka málið alla leið og ég bind vonir við að þetta mál verði fordæmisgefandi fyrir aðrar konur í minni stöðu. Hvetji þær til að sækja réttlæti. En þó aðallega að þetta hafi jaðarbreytingaráhrif í átt að réttlátara samfélagi og veiti innsýn í raunveruleika þeirra sem lenda í klóm siðlindra ofbeldismanna,“ segir Hanna.
Tengdar fréttir Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15 Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn um helgina. 6. apríl 2017 13:30 Bað fyrrverandi tengdaföður sinn afsökunar á Facebook Magnús Jónsson var kvæntur dóttur Þorsteins Vilhelmssonar. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. 11. apríl 2017 10:00 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15
Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn um helgina. 6. apríl 2017 13:30
Bað fyrrverandi tengdaföður sinn afsökunar á Facebook Magnús Jónsson var kvæntur dóttur Þorsteins Vilhelmssonar. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. 11. apríl 2017 10:00
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38