Trump segir viðtal við Mueller ólíklegt Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2018 23:33 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. „Við sjáum hvað gerist,“ sagði Trump á blaðamannafundi með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, nú í kvöld. Hann segði einnig og enn og aftur að um nornaveiðar væri að ræða og rannsóknin væri runnin undan rifjum Demókrata vegna taps þeirra í kosningunum. Staðreyndin er þó sú að Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf rannsóknina áður en kosningarnar voru haldnar og að minnst tveir aðilar sem komu að framboði Trump hafa játað á sig glæpi. Meðal annars að hafa logið að rannsakendum varðandi samskipti þeirra við rússneska embættismenn.Mueller var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar sem snýr meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey.Sjá einnig: Mueller vill ræða við TrumpÍ byrjun vikunnar bárust fregnir af því að rannsakendur Mueller hefðu sett sig í samband við lögmenn Trump og að þeir væru að ræða leiðir til að koma í veg fyrir viðtal þeirra við Trump eða takmarka það. Meðal þess sem þeir hafa verið að skoða er að hvort Trump gæti mögulega svarað spurningum rannsakenda skriflega. Annar möguleiki er að Trump sendi frá sér eiðsvarna yfirlýsingu í stað þess að setjast niður með rannsakendum. Trump tísti um málið fyrr í dag og sagði að um „umfangsmestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna“ væri að ræða. Framboð hans hefði ekkert samráð haft með yfirvöldum í Rússlandi og að „allir, þar á meðal Demókratar“ vissu það. Rússar og heimurinn allur væri að hlæja að heimskunni sem þær væru að fylgjast með. Þá kallaði forsetinn eftir því að Repúblikanar „tækju loks völdin yfir rannsókninni“.The single greatest Witch Hunt in American history continues. There was no collusion, everybody including the Dems knows there was no collusion, & yet on and on it goes. Russia & the world is laughing at the stupidity they are witnessing. Republicans should finally take control! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 10, 2018 Undanfarnar vikur og mánuði hafa starfsmenn Trump og þingmenn Repúblikana unnið hörðum höndum að því að draga úr trúverðugleika Alríkislögreglunnar og Robert Mueller.Sjá einnig: Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Á meðan leiðtogar Repúblikana lýsa yfir stuðningi við Mueller og störf hans eru þingmenn og aðilar í fjölmiðlum ytra að kalla eftir því þeir sem standa að Rússarannsókninni séu andsnúnir Trump og hafi jafnvel verið það lengi. Einhverjir hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42 Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert George Papadopoulos virðist hafa vitað af tölvuárásum Rússa gegn Demókrataflokknum minnst tveimur mánuðum áður en það varð opinbert. 31. desember 2017 09:31 Sagði Alríkislögregluna eiga uppljóstra í röðum Trump Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar hefur birt afrit af samtali þingmanna við stofnanda Fusion GPS. 9. janúar 2018 19:31 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. „Við sjáum hvað gerist,“ sagði Trump á blaðamannafundi með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, nú í kvöld. Hann segði einnig og enn og aftur að um nornaveiðar væri að ræða og rannsóknin væri runnin undan rifjum Demókrata vegna taps þeirra í kosningunum. Staðreyndin er þó sú að Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf rannsóknina áður en kosningarnar voru haldnar og að minnst tveir aðilar sem komu að framboði Trump hafa játað á sig glæpi. Meðal annars að hafa logið að rannsakendum varðandi samskipti þeirra við rússneska embættismenn.Mueller var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar sem snýr meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey.Sjá einnig: Mueller vill ræða við TrumpÍ byrjun vikunnar bárust fregnir af því að rannsakendur Mueller hefðu sett sig í samband við lögmenn Trump og að þeir væru að ræða leiðir til að koma í veg fyrir viðtal þeirra við Trump eða takmarka það. Meðal þess sem þeir hafa verið að skoða er að hvort Trump gæti mögulega svarað spurningum rannsakenda skriflega. Annar möguleiki er að Trump sendi frá sér eiðsvarna yfirlýsingu í stað þess að setjast niður með rannsakendum. Trump tísti um málið fyrr í dag og sagði að um „umfangsmestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna“ væri að ræða. Framboð hans hefði ekkert samráð haft með yfirvöldum í Rússlandi og að „allir, þar á meðal Demókratar“ vissu það. Rússar og heimurinn allur væri að hlæja að heimskunni sem þær væru að fylgjast með. Þá kallaði forsetinn eftir því að Repúblikanar „tækju loks völdin yfir rannsókninni“.The single greatest Witch Hunt in American history continues. There was no collusion, everybody including the Dems knows there was no collusion, & yet on and on it goes. Russia & the world is laughing at the stupidity they are witnessing. Republicans should finally take control! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 10, 2018 Undanfarnar vikur og mánuði hafa starfsmenn Trump og þingmenn Repúblikana unnið hörðum höndum að því að draga úr trúverðugleika Alríkislögreglunnar og Robert Mueller.Sjá einnig: Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Á meðan leiðtogar Repúblikana lýsa yfir stuðningi við Mueller og störf hans eru þingmenn og aðilar í fjölmiðlum ytra að kalla eftir því þeir sem standa að Rússarannsókninni séu andsnúnir Trump og hafi jafnvel verið það lengi. Einhverjir hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42 Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert George Papadopoulos virðist hafa vitað af tölvuárásum Rússa gegn Demókrataflokknum minnst tveimur mánuðum áður en það varð opinbert. 31. desember 2017 09:31 Sagði Alríkislögregluna eiga uppljóstra í röðum Trump Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar hefur birt afrit af samtali þingmanna við stofnanda Fusion GPS. 9. janúar 2018 19:31 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42
Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42
Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert George Papadopoulos virðist hafa vitað af tölvuárásum Rússa gegn Demókrataflokknum minnst tveimur mánuðum áður en það varð opinbert. 31. desember 2017 09:31
Sagði Alríkislögregluna eiga uppljóstra í röðum Trump Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar hefur birt afrit af samtali þingmanna við stofnanda Fusion GPS. 9. janúar 2018 19:31
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03