Fyrrverandi forsetahjónin gera samning við Netflix Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 17:46 Obama-hjónin framleiða efni fyrir streymisveituna Netflix. vísir/getty Streymisveitan Netflix greindi frá því í dag að í höfn væri samningur við fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, Barack og Michelle Obama. Á næstu árum munu þau framleiða efni fyrir veituna. Michelle og Obama koma til með að starfa undir hatti framleiðslufyrirtækisins Higher Ground Productions. Obama-hjónin og streymisveitan gerðu með sér samning þess efnis að Obama og Michelle væru frjálst að framleiða þáttaraðir, heimildamyndir og kvikmyndir í fullri lengd á næstu árum. Með samningnum er hjónunum ljáð rödd á öðrum og óhefðbundnari vettvangi en þau eru vön frá forsetatíð Obama.President Barack Obama and Michelle Obama have entered into a multi-year agreement to produce films and series for Netflix, potentially including scripted series, unscripted series, docu-series, documentaries, and features.— Netflix US (@netflix) May 21, 2018 Barack Obama auðnaðist að hitta margt áhugavert og hrífandi fólk þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna. Það hafi með því ánægjulegasta sem Obama gerði í starfinu að deila afrekum og skilaboðum þessa fólks með fjöldanum í krafti stöðu sinnar. „Það er þess vegna sem við Michelle erum svo spennt að vinna með Netflix – við vonumst til þess að geta varpað skæru ljósi á hina hæfileikaríku, hvetjandi og skapandi sem hafa getu til að auka samkennd fólks og skilning. Við viljum hjálpa til við að deila sögum þeirra með gjörvallri heimsbyggðinni,“ segir Obama. Framkvæmdastjóri Netflix, Ted Sarandos, sagði að Obama-hjónin væru í einstakri stöðu til bæði uppgötva áhugavert fólk og varpa frekara ljósi á frásagnir þeirra sem láta gott af sér leiða í samfélaginu.Fréttastofa AP og Reuters greindu frá þessu. Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Streymisveitan Netflix greindi frá því í dag að í höfn væri samningur við fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, Barack og Michelle Obama. Á næstu árum munu þau framleiða efni fyrir veituna. Michelle og Obama koma til með að starfa undir hatti framleiðslufyrirtækisins Higher Ground Productions. Obama-hjónin og streymisveitan gerðu með sér samning þess efnis að Obama og Michelle væru frjálst að framleiða þáttaraðir, heimildamyndir og kvikmyndir í fullri lengd á næstu árum. Með samningnum er hjónunum ljáð rödd á öðrum og óhefðbundnari vettvangi en þau eru vön frá forsetatíð Obama.President Barack Obama and Michelle Obama have entered into a multi-year agreement to produce films and series for Netflix, potentially including scripted series, unscripted series, docu-series, documentaries, and features.— Netflix US (@netflix) May 21, 2018 Barack Obama auðnaðist að hitta margt áhugavert og hrífandi fólk þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna. Það hafi með því ánægjulegasta sem Obama gerði í starfinu að deila afrekum og skilaboðum þessa fólks með fjöldanum í krafti stöðu sinnar. „Það er þess vegna sem við Michelle erum svo spennt að vinna með Netflix – við vonumst til þess að geta varpað skæru ljósi á hina hæfileikaríku, hvetjandi og skapandi sem hafa getu til að auka samkennd fólks og skilning. Við viljum hjálpa til við að deila sögum þeirra með gjörvallri heimsbyggðinni,“ segir Obama. Framkvæmdastjóri Netflix, Ted Sarandos, sagði að Obama-hjónin væru í einstakri stöðu til bæði uppgötva áhugavert fólk og varpa frekara ljósi á frásagnir þeirra sem láta gott af sér leiða í samfélaginu.Fréttastofa AP og Reuters greindu frá þessu.
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira