Fótbolti

Kristófer hættir sem þjálfari Leiknis

Einar Sigurvinsson skrifar
Kristófer Sigurgeirsson.
Kristófer Sigurgeirsson.
Aðalstjórn Leiknis og Kristófer Sigurgeirsson hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. Kristófer hefur verið þjálfari meistaraflokks Leiknis frá árinu 2016. Leiknir situr með 0 stig í 12. og neðsta sæti Inkasso-deildarinnar eftir þrjár umferðir.

Undir stjórn Kristófers endaði Leiknir í 5. sæti Inkasso-deildarinnar á síðustu leiktíð, auk þess að fara í undanúrslit bikarsins.

Næsti leikur Leiknis er gegn nágrönnum þeirra í ÍR á fimmtudaginn. Ekki hefur verið tilkynnt hver stýrir liðinu í þeim leik.

Yfirlýsing aðalstjórnar Leiknis:

Aðalstjórn Leiknis R. og Kristófer Sigurgeirsson þjálfari meistaraflokks karla, hafa komist að samkomulagi um starfslok Kristófers

Aðalstjórn þakkar Kristófer kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Aðalstjórn Leiknis R.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×