Talíbanar færa ópíumvinnslu úr þéttbýli vegna árása Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 28. maí 2018 13:36 Safi ópíumvalmúans er kallaður ópíum og inniheldur kódein og morfín. Herforingi Talíbana í Afganistan hefur skipað undirmönnum sínum að stöðva ópíumvinnslu í þéttbýli vegna tíðra loftárása Bandaríkjamanna. Það þykir benda til þess að Talíbanar séu undir þrýstingi frá afgönskum almenningi sem ber skaðann þegar slíkar árásir eru gerðar. Stór hluti af heróíni heimsins á uppruna sinn í Afganistan. Það er unnið úr ópíum-valmúanum sem sprettur betur en flest annað í hrjúfu fjall-lendinu. Ræktarland er víðast lélegt og bændur sem vilja sjá fjölskyldum sínum farboða eiga ekki annarra kosta völ en að rækta valmúann. Það hefur gert ópíum að einni helstu tekjulind Talíbana. Þeir eru taldir hafa meira en tuttugu milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af ópíumvinnslu og smygli. Til að reyna að knésetja Talíbana hafa hersveitir Bandaríkjanna í auknum mæli einbeitt sér að upprætingu ópíumvinnslunnar síðasta hálfa árið. Mikið af vinnslustöðvum og verksmiðjum Talíbana er í þéttbýli, sérstaklega í Helmand hérað. Í hvert sinn sem Bandaríkjamenn varpa sprengjum á slík skotmörk deyr fjöldi almennra borgara. Á lokaðri samskiptasíðu Talíbana á netinu er þetta til umræðu og þar má meðal annars heyra upptöku af hátt settum herforingja í Helmand héraði. Hann segir að vegna tíðra loftárása undanfarið sé ekki lengur hægt að réttlæta ópíumvinnslu í þéttbýli í Helmand, konur og börn lifi í sífelldum ótta vegna ómannaðra flauga sem fljúgi yfir og varpi sprengjum án fyrirvara. Á upptökunni segir herforinginni enn fremur að þeir sem brjóti gegn þessari skipun eigi harða refsingu yfir höfði sér. Öll ópíumvinnsla verði framvegis að fara fram í óbyggðum. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Herforingi Talíbana í Afganistan hefur skipað undirmönnum sínum að stöðva ópíumvinnslu í þéttbýli vegna tíðra loftárása Bandaríkjamanna. Það þykir benda til þess að Talíbanar séu undir þrýstingi frá afgönskum almenningi sem ber skaðann þegar slíkar árásir eru gerðar. Stór hluti af heróíni heimsins á uppruna sinn í Afganistan. Það er unnið úr ópíum-valmúanum sem sprettur betur en flest annað í hrjúfu fjall-lendinu. Ræktarland er víðast lélegt og bændur sem vilja sjá fjölskyldum sínum farboða eiga ekki annarra kosta völ en að rækta valmúann. Það hefur gert ópíum að einni helstu tekjulind Talíbana. Þeir eru taldir hafa meira en tuttugu milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af ópíumvinnslu og smygli. Til að reyna að knésetja Talíbana hafa hersveitir Bandaríkjanna í auknum mæli einbeitt sér að upprætingu ópíumvinnslunnar síðasta hálfa árið. Mikið af vinnslustöðvum og verksmiðjum Talíbana er í þéttbýli, sérstaklega í Helmand hérað. Í hvert sinn sem Bandaríkjamenn varpa sprengjum á slík skotmörk deyr fjöldi almennra borgara. Á lokaðri samskiptasíðu Talíbana á netinu er þetta til umræðu og þar má meðal annars heyra upptöku af hátt settum herforingja í Helmand héraði. Hann segir að vegna tíðra loftárása undanfarið sé ekki lengur hægt að réttlæta ópíumvinnslu í þéttbýli í Helmand, konur og börn lifi í sífelldum ótta vegna ómannaðra flauga sem fljúgi yfir og varpi sprengjum án fyrirvara. Á upptökunni segir herforinginni enn fremur að þeir sem brjóti gegn þessari skipun eigi harða refsingu yfir höfði sér. Öll ópíumvinnsla verði framvegis að fara fram í óbyggðum.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira