Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. desember 2018 15:32 Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. Vísir/vilhelm Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum ætla ekki að taka þátt í samstarfi við velferðarnefnd Alþingis á meðan Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. Þetta kom fram í bréfi sem fræðimennirnir sendu Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í gær en Kjarninn birti frétt um þetta fyrstir miðla. Í bréfinu segir að ummæli þingmanna á Klausturbarnum séu þeim áfall og þá hafi það verið „þungbært að verða vitni að þeim niðurlægjandi og fordómafullu ummælum sem þar voru viðhöfð um fatlað fólk, einkum fatlaðar konur sem við virðum mikils og eigum náið og gott samstarf við í baráttu fyrir mannréttindum og mannvirðingu fatlaðs fólks.“ Rannveig Traustadóttir prófessor og forstöðumaður Rannsóknarsetursins, Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor, James G. Rice lektor, Snæfríður Þóra Egilsson prófessor og Stefán C. Hardonk lektir eru skrifuð fyrir bréfinu. Afrit af bréfinu var sent til allra þingmanna sem eiga sæti í velferðarnefnd. Fræðimennirnir hafa aðstoðað velferðarnefnd mikið á undanförnum árum ýmist með umsögnum um þingsályktunartillögur, og lagafrumvörp. Fulltrúar Rannsóknarsetursins hafa þá oft komið fyrir þingnefndir. Anna Kolbrún er einn af sex þingmönnum sem sátu að sumbli á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn. Bára Halldórsdóttir tók samtalið upp og afhjúpaði ósæmilegt tal þingmannanna. Anna Kolbrún sagðist fyrst ætla að íhuga stöðu sína en ákvað eftir nokkurra daga umhugsunarfrest að segja ekki af sér. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Fylgistap skiljanleg viðbrögð Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. 5. desember 2018 19:30 Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. 5. desember 2018 07:46 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum ætla ekki að taka þátt í samstarfi við velferðarnefnd Alþingis á meðan Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. Þetta kom fram í bréfi sem fræðimennirnir sendu Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í gær en Kjarninn birti frétt um þetta fyrstir miðla. Í bréfinu segir að ummæli þingmanna á Klausturbarnum séu þeim áfall og þá hafi það verið „þungbært að verða vitni að þeim niðurlægjandi og fordómafullu ummælum sem þar voru viðhöfð um fatlað fólk, einkum fatlaðar konur sem við virðum mikils og eigum náið og gott samstarf við í baráttu fyrir mannréttindum og mannvirðingu fatlaðs fólks.“ Rannveig Traustadóttir prófessor og forstöðumaður Rannsóknarsetursins, Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor, James G. Rice lektor, Snæfríður Þóra Egilsson prófessor og Stefán C. Hardonk lektir eru skrifuð fyrir bréfinu. Afrit af bréfinu var sent til allra þingmanna sem eiga sæti í velferðarnefnd. Fræðimennirnir hafa aðstoðað velferðarnefnd mikið á undanförnum árum ýmist með umsögnum um þingsályktunartillögur, og lagafrumvörp. Fulltrúar Rannsóknarsetursins hafa þá oft komið fyrir þingnefndir. Anna Kolbrún er einn af sex þingmönnum sem sátu að sumbli á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn. Bára Halldórsdóttir tók samtalið upp og afhjúpaði ósæmilegt tal þingmannanna. Anna Kolbrún sagðist fyrst ætla að íhuga stöðu sína en ákvað eftir nokkurra daga umhugsunarfrest að segja ekki af sér.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Fylgistap skiljanleg viðbrögð Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. 5. desember 2018 19:30 Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. 5. desember 2018 07:46 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07
Fylgistap skiljanleg viðbrögð Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. 5. desember 2018 19:30
Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. 5. desember 2018 07:46