Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Anton Ingi Leifsson skrifar 23. október 2018 20:45 Arnór í leiknum í Róm í kvöld. vísir/getty Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þetta var fyrsti byrjunarliðs leikur þeirra beggja í Meistaradeildinni en Arnór hafði komið inn á í fræknum sigri gegn Real Madrid í síðustu umferð. Tvö mörk frá Edin Dzeko og eitt frá Cengiz Under gerðu út um leikinn fyrir Roma en Arnór nældi sér í gult spjald er ein mínúta var eftir af leiknum. Roma er með sex stig á toppi riðilsins ásamt Real Madrid en CSKA er í þriðja sætinu með fjögur stig. Á botninum er Viktoria Plzen með eitt stig. Næsti leikur CSKA er einnig gegn Roma í Meistaradeildinni en liðin eigast við sjöunda nóvember. Meistaradeild Evrópu
Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þetta var fyrsti byrjunarliðs leikur þeirra beggja í Meistaradeildinni en Arnór hafði komið inn á í fræknum sigri gegn Real Madrid í síðustu umferð. Tvö mörk frá Edin Dzeko og eitt frá Cengiz Under gerðu út um leikinn fyrir Roma en Arnór nældi sér í gult spjald er ein mínúta var eftir af leiknum. Roma er með sex stig á toppi riðilsins ásamt Real Madrid en CSKA er í þriðja sætinu með fjögur stig. Á botninum er Viktoria Plzen með eitt stig. Næsti leikur CSKA er einnig gegn Roma í Meistaradeildinni en liðin eigast við sjöunda nóvember.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti