Erlent

Danska lögreglan telur sig hafa fundið bílinn

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Lögreglan lokaði umferð til og frá Sjálandi í dag í tengslum við aðgerðirnar.
Lögreglan lokaði umferð til og frá Sjálandi í dag í tengslum við aðgerðirnar. Vísir/EPA
Danska lögreglan hefur í dag verið með umtalsverðar aðgerðir vegna bíls sem leitað var að. Bíllinn er nú fundinn en lögreglan greindi frá því nú síðdegis. Bíllinn mun nú verða rannsakaður af dönsku lögreglunni.

Þegar að lýst var eftir bílnum var talið að þrjár manneskjur væru í honum sem grunaðar voru um glæpsamlegt athæfi. Danska lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um það hvort að þeir hafi handtekið þá grunuðu.

Lögreglan í Danmörku stöðvaði fyrr í dag alla umferð til og frá Sjálandi, stærstu eyju landsins, vegna leitarinnar. Lögregluaðgerðir standa þó enn yfir en lögreglan segir að almennir borgarar þurfi ekki að vera hræddir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×