Innlent

Ákærður fyrir að reyna smygla kíló af kókaíni innvortis til landsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn flaug frá Þýskalandi til Íslands 11. júní síðastliðinn með kókaínið innvortis.
Maðurinn flaug frá Þýskalandi til Íslands 11. júní síðastliðinn með kókaínið innvortis. Fréttablaðið/Eyþór
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært litháískan karlmann á fimmtugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Er hann sakaður um að hafa staðið að innflutningi á rúmu kílói af kókaíni, sem var með 37 prósenta styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Á maðurinn að hafa flutt fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Köln í Þýskalandi til Keflavíkurflugvallar, falin innvortis í líkama sínum, aðfaranótt mánudagsins 11. júní síðastliðinn.

Á hann yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur.

Hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði frá því hann var tekinn með fíkniefnin innvortis




Fleiri fréttir

Sjá meira


×