Telur að Ísland ætti að sækjast eftir undanþágum frá orkupakkanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2018 17:46 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Fréttablaðið/Ernir Þessi frétt hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var rangt haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni að hann teldi hagstætt fyrir Ísland að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta hefur verið lagfært. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. Þetta sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Smyrlabjörgum í dag. „EES samningurinn hefur þróast mjög á þeim 25 árum sem hann hefur verið í gildi. Það er engin spurningin í mínum huga að EES samningurinn hefur verið Íslandi ákaflega hagfelldur. Ekki aðeins tryggir hann okkur aðgang með flestar vörur inn á 500 milljóna markað með okkar útflutningsvörur, hér undir er fiskur mikilvægastur, heldur höfum við einnig notið verulegs ávinnings af ýmsum sjóðum á mennta, menningar en ekki síst nýsköpunarsviðum.“ Þá varaði Sigurður Ingi við þeirri auknu miðstýringu sem hann segir nú gæta innan ESB heldur en áður. Það þurfi að hafa í huga þegar orkupakkinn er skoðaður. Áhersla á atvinnu- og húsnæðismálFormaðurinn kom einnig inn á húsnæðismál Íslendinga og mögulegar lausnir Framsóknar við þeim vandamálum sem fólk sem vill inn á húsnæðismarkaðinn stendur frammi fyrir. Þar velti hann meðal annars upp leiðum sem myndu gera fólki kleift að nýta lífeyrissparnað sinn til íbúðarkaupa. Þá gerði Sigurður Ingi atvinnumál að umfjöllunarefni sínu en hann sagði málaflokkinn hafa verið á stefnu Framsóknarflokksins síðastliðin hundrað ár og að flokkurinn væri sá sem mestan skilning hefði á sjónarmiði landsbyggðarinnar í þeim efnum. Í því samhengi nefndi ráðherrann meðal annars matarsýkingar í landbúnaðarafurðum. „Hér eru landbúnaðarafurðir með þeim hreinustu sem þekkist og tíðni matarsýkinga með þeim lægstu í heimi. Hvaða afleiðingar hefur það ef við þurfum að taka upp alþjóðlegar reglur sem eru ekki nægjanlegar framsýnar og nútímavæddar. Við erum í einstakri stöðu hér á landi og við þurfum að geta varið þá stöðu.“ Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjá meira
Þessi frétt hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var rangt haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni að hann teldi hagstætt fyrir Ísland að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta hefur verið lagfært. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. Þetta sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Smyrlabjörgum í dag. „EES samningurinn hefur þróast mjög á þeim 25 árum sem hann hefur verið í gildi. Það er engin spurningin í mínum huga að EES samningurinn hefur verið Íslandi ákaflega hagfelldur. Ekki aðeins tryggir hann okkur aðgang með flestar vörur inn á 500 milljóna markað með okkar útflutningsvörur, hér undir er fiskur mikilvægastur, heldur höfum við einnig notið verulegs ávinnings af ýmsum sjóðum á mennta, menningar en ekki síst nýsköpunarsviðum.“ Þá varaði Sigurður Ingi við þeirri auknu miðstýringu sem hann segir nú gæta innan ESB heldur en áður. Það þurfi að hafa í huga þegar orkupakkinn er skoðaður. Áhersla á atvinnu- og húsnæðismálFormaðurinn kom einnig inn á húsnæðismál Íslendinga og mögulegar lausnir Framsóknar við þeim vandamálum sem fólk sem vill inn á húsnæðismarkaðinn stendur frammi fyrir. Þar velti hann meðal annars upp leiðum sem myndu gera fólki kleift að nýta lífeyrissparnað sinn til íbúðarkaupa. Þá gerði Sigurður Ingi atvinnumál að umfjöllunarefni sínu en hann sagði málaflokkinn hafa verið á stefnu Framsóknarflokksins síðastliðin hundrað ár og að flokkurinn væri sá sem mestan skilning hefði á sjónarmiði landsbyggðarinnar í þeim efnum. Í því samhengi nefndi ráðherrann meðal annars matarsýkingar í landbúnaðarafurðum. „Hér eru landbúnaðarafurðir með þeim hreinustu sem þekkist og tíðni matarsýkinga með þeim lægstu í heimi. Hvaða afleiðingar hefur það ef við þurfum að taka upp alþjóðlegar reglur sem eru ekki nægjanlegar framsýnar og nútímavæddar. Við erum í einstakri stöðu hér á landi og við þurfum að geta varið þá stöðu.“
Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjá meira