Innlent

Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar.
Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. Vísir/Vilhelm
Glugga- og hurðasmiðja Sigurðar Bjarnasonar sem stóð á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði er gjörónýt eftir að eldur kviknaði í húsnæðinu á ellefta tímanum í gærkvöld.

Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar.

Tuga milljóna króna tjón varð í brunanum að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins frá árinu 1996. Húsið var mannlaus en eignatjónið, sem fyrr segir, gífurlegt.

Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbrautinni til að forða foktjóni og vernda nærliggjandi hús en veðuraðstæður hafa verið afar óhagstæðar. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið en allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoðans.

Þegar fréttastofa náði tali af Rúnari Helgasyni varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu klukkan sjö í morgun logaði enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins og þá liggur fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi.


Tengdar fréttir

Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar

Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×