Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund, segir ekkert hæft í þeim fréttum að félagið ætli sér að selja Bandaríkjamanninn Christian Pulisic í janúar.
Sögusagnir hafa verið um að Chelsea ætli sér að kaupa leikmanninn í byrjun næsta árs en sá möguleiki er ekki fyrir hendi hjá Dortmund þó svo leikmaður eigi aðeins átján mánuði eftir af samningi sínum hjá félaginu.
Pulisic hefur verið vonarstjarna Dortmund síðustu ár en mátt sætta sig við bekkjarsetu eftir að Englendingurinn Jadon Sancho sló í gegn.
„Við erum búnir að heyra þessa orðróma í nokkur ár. Hann verður hjá okkur að minnsta kosti út þessa leiktíð,“ sagði Zorc.
Bandaríkjamaðurinn kom til Dortmund 16 ára gamall en hann er nú orðinn tvítugur. Hann hefur skorað 15 mörk í 107 leikjum fyrir félagið.
Chelsea fær ekki Pulisic í janúar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



