Njarðvík og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í dag en Andri Fannar Freysson tryggði Njarðvík jafntefli af vítapunktinum.
Það var ÍBV sem byrjaði leikinn mun betur því Breki Ómarsson skoraði strax á 8. mínútu og kom sínum mönnum yfir. Aðeins þremur mínútum seinna skoraði Róbert Aron Eysteinsson og kom ÍBV í 2-0.
Allt stefndi í það að staðan yrði 2-0 í hlé en þá skoraði Kenneth Hogg fyrir Njarðvík og staðan því 2-1.
Á 52. mínútu fékk Njarðvík vítaspyrnu sem Andri Fannar Freysson tók og skoraði úr af öryggi og þar við sat. Eftir leikinn er Njarðvík í 3. sæti riðilsins með fjögur stig á meðan ÍBV er í 4. sæti með jafn mörg stig.
Í riðli 3 mættust Fjölnir og Leiknir Reykjavík en Fjölnir vann þar stórstigur 4-0. Það var síðan HK sem fór með sigur af hólmi gegn Þór 4-3 í riðli 4.
