Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 14:11 Frá samstöðufundi í Íran í dag. Vísir/AFP Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. Óeirðirnar í Íran eru þau umfangsmestu frá árinu 2009 og byrjuðu þau vegna óánægju almennings með stöðu vinnumarkaðs og efnahagslífs landsins. Fljótlega snerust þau gegn stjórnvöldum og klerkastjórninni í Íran. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Í dag hafa ríkisfjölmiðlar í Íran birt myndir af þúsundum styðja ríkisstjórn landsins. Leiðtogar ríkisins segja að mótmælin hafi verið skipulögð af andstæðingum Íran og markmiðið hafi verið að grafa undan stjórnvöldum. „Óvinirnir hafa sameinast gegn okkur og beita öllum sínum ráðum, peningum, vopnum, stefnumálum og öryggissveitum til að skapa vandamál fyrir stjórn Íran,“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, í gær. „Óvinirnir eru ávalt að leita að tækifærum til að koma höggi á þjóð Íran.“Hér má sjá mótmælendur fyrir utan vistarverur meðlima Basij sveitanna. Það eru hópar sjálfboðaliða sem lúta stjórn Byltingarvarða Íran.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við mótmælendur í Íran hafa stjórnvöld Bandaríkjanna kallað eftir því að Íranar opni aftur fyrir notkun samfélagsmiðla þar í landi. Stuðningur Trump hefur þó fallið í grýttan veg í Íran. Umbótasinnar hafa fordæmt bæði ofbeldi mótmælenda og ofbeldi gegn þeim. Þar að auki hafa þeir fordæmt stuðning Trump.Blaðamaður Guardian ræddi við einn af mótmælendunum í Íran sem sagði fólk hafa fengið nóg af því að vera atvinnulaust og fátækt.„Þessir mótmælendur hafa enga leiðtoga. Þetta er leiðtogalaus hreyfing og ég kalla það hreyfingu hinna hungruðu.“ Talið er að minnst 400 mótmælendur hafi verið handteknir. Samkvæmt frétt AP hefur yfirmaður Byltingarvarðanna í Teheran sagt að mögulega geti mótmælendur verið dæmdir til dauða fyrir „stríð gegn guði“. Mið-Austurlönd Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. Óeirðirnar í Íran eru þau umfangsmestu frá árinu 2009 og byrjuðu þau vegna óánægju almennings með stöðu vinnumarkaðs og efnahagslífs landsins. Fljótlega snerust þau gegn stjórnvöldum og klerkastjórninni í Íran. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Í dag hafa ríkisfjölmiðlar í Íran birt myndir af þúsundum styðja ríkisstjórn landsins. Leiðtogar ríkisins segja að mótmælin hafi verið skipulögð af andstæðingum Íran og markmiðið hafi verið að grafa undan stjórnvöldum. „Óvinirnir hafa sameinast gegn okkur og beita öllum sínum ráðum, peningum, vopnum, stefnumálum og öryggissveitum til að skapa vandamál fyrir stjórn Íran,“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, í gær. „Óvinirnir eru ávalt að leita að tækifærum til að koma höggi á þjóð Íran.“Hér má sjá mótmælendur fyrir utan vistarverur meðlima Basij sveitanna. Það eru hópar sjálfboðaliða sem lúta stjórn Byltingarvarða Íran.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við mótmælendur í Íran hafa stjórnvöld Bandaríkjanna kallað eftir því að Íranar opni aftur fyrir notkun samfélagsmiðla þar í landi. Stuðningur Trump hefur þó fallið í grýttan veg í Íran. Umbótasinnar hafa fordæmt bæði ofbeldi mótmælenda og ofbeldi gegn þeim. Þar að auki hafa þeir fordæmt stuðning Trump.Blaðamaður Guardian ræddi við einn af mótmælendunum í Íran sem sagði fólk hafa fengið nóg af því að vera atvinnulaust og fátækt.„Þessir mótmælendur hafa enga leiðtoga. Þetta er leiðtogalaus hreyfing og ég kalla það hreyfingu hinna hungruðu.“ Talið er að minnst 400 mótmælendur hafi verið handteknir. Samkvæmt frétt AP hefur yfirmaður Byltingarvarðanna í Teheran sagt að mögulega geti mótmælendur verið dæmdir til dauða fyrir „stríð gegn guði“.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira