Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Keflavíkurkonur hlupu sigurhring eftir að hafa unnið Njarðvík í úrslitaleik Maltbikars kvenna. vísir/hanna Keflavík varð bikarmeistari kvenna í fimmtánda sinn eftir sigur á Njarðvík, 74-63, á laugardaginn. Úrslitaleikurinn náði ekki sömu hæðum og undanúrslitaleikirnir hvað spennu og dramatík varðar en var þó jafn lengi vel. Njarðvík, sem hefur ekki enn unnið deildarleik í vetur, hafði komið liða mest á óvart í bikarkeppninni og unnið þrjú lið úr Domino’s-deildinni. En Keflavíkurhindrunin reyndist of stór. Staðan í hálfleik var jöfn, 35-35, en í 3. leikhluta skildi leiðir. Keflavík fékk framlag frá fleiri leikmönnum á meðan Shalonda Winton dró Njarðvíkurvagninn. Hún skoraði 37 stig og tók 23 fráköst í leiknum sem endaði með 11 stiga sigri Keflavíkur, 74-63. Brittanny Dinkins, bandarískur leikmaður Keflavíkur, var valin maður leiksins en hún skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Embla Kristínardóttir var stigahæst í liði Keflvíkinga með 20 stig en hún hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sem hún tók í leiknum. Embla segir að Keflavík hafi alls ekki vanmetið lið Njarðvíkur, þrátt fyrir slæmt gengi þeirra grænu í deildinni. „Við bjuggumst við að þær yrðu góðar. Þær voru búnar að slá út þrjú góð lið. En við vorum tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla sem gekk aftur til liðs við Keflavík um áramótin, eftir tvö og hálft tímabil í herbúðum Grindavíkur. Hún segir það ekki hafa tekið langan tíma að komast inn í hlutina hjá Keflavík. „Það var mjög auðvelt. Ég hef spilað með flestum af þessum stelpum og leikurinn sem Sverrir [Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur] spilar hentar mér mjög vel,“ sagði Embla sem fyllir í skarðið sem Emelía Ósk Gunnarsdóttir skildi eftir sig þegar hún sleit krossband í hné. „Það er stórt skarð að fylla en ég reyni að gera mitt besta.“ Sem áður sagði skoraði Embla 20 stig í bikarúrslitaleiknum. Hún segist hafa fundið sig vel á fjölum Laugardalshallarinnar. „Mjög svo. Við vorum þolinmóðar í sókninni og tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla. Keflavík vann tvöfalt í fyrra og stefnan er sett á að endurtaka leikinn í ár. „Við erum á mikilli uppleið. Stefnan er að verja Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Embla sem varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavík 2013. Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Keflavík varð bikarmeistari kvenna í fimmtánda sinn eftir sigur á Njarðvík, 74-63, á laugardaginn. Úrslitaleikurinn náði ekki sömu hæðum og undanúrslitaleikirnir hvað spennu og dramatík varðar en var þó jafn lengi vel. Njarðvík, sem hefur ekki enn unnið deildarleik í vetur, hafði komið liða mest á óvart í bikarkeppninni og unnið þrjú lið úr Domino’s-deildinni. En Keflavíkurhindrunin reyndist of stór. Staðan í hálfleik var jöfn, 35-35, en í 3. leikhluta skildi leiðir. Keflavík fékk framlag frá fleiri leikmönnum á meðan Shalonda Winton dró Njarðvíkurvagninn. Hún skoraði 37 stig og tók 23 fráköst í leiknum sem endaði með 11 stiga sigri Keflavíkur, 74-63. Brittanny Dinkins, bandarískur leikmaður Keflavíkur, var valin maður leiksins en hún skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Embla Kristínardóttir var stigahæst í liði Keflvíkinga með 20 stig en hún hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sem hún tók í leiknum. Embla segir að Keflavík hafi alls ekki vanmetið lið Njarðvíkur, þrátt fyrir slæmt gengi þeirra grænu í deildinni. „Við bjuggumst við að þær yrðu góðar. Þær voru búnar að slá út þrjú góð lið. En við vorum tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla sem gekk aftur til liðs við Keflavík um áramótin, eftir tvö og hálft tímabil í herbúðum Grindavíkur. Hún segir það ekki hafa tekið langan tíma að komast inn í hlutina hjá Keflavík. „Það var mjög auðvelt. Ég hef spilað með flestum af þessum stelpum og leikurinn sem Sverrir [Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur] spilar hentar mér mjög vel,“ sagði Embla sem fyllir í skarðið sem Emelía Ósk Gunnarsdóttir skildi eftir sig þegar hún sleit krossband í hné. „Það er stórt skarð að fylla en ég reyni að gera mitt besta.“ Sem áður sagði skoraði Embla 20 stig í bikarúrslitaleiknum. Hún segist hafa fundið sig vel á fjölum Laugardalshallarinnar. „Mjög svo. Við vorum þolinmóðar í sókninni og tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla. Keflavík vann tvöfalt í fyrra og stefnan er sett á að endurtaka leikinn í ár. „Við erum á mikilli uppleið. Stefnan er að verja Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Embla sem varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavík 2013.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum