Ástæða þess að Navalny var á leið til Frakklands er að hann ætlaði að fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins í máli sem Navalny höfðaði gegn yfirvöldum Rússlands. Navalny hefur margsinnis verið fangelsaður í Rússlandi og hefur hann sakaði yfirvöld um að fangelsa hann ítrekað í pólitískum tilgangi. Aðalmeðferðin fer fram í Strasbourg á fimmtudaginn.
Navalny sagði frá þessu á Twitter og lögmaður hans birti mynd af úrskurðinum sem landamæraverðir afhentu honum. Engin dagsetning var á blaðinu og þar að auki segir lögmaðurinn að þar séu rangfærslur og ýmis smáatriði vanti.
AP fréttaveitan segir að tvær ákærur rússneska ríkisins hafi áður komið í veg fyrir að hann gæti farið frá Rússlandi. Bannið var þó fellt niður í fyrra svo hann gæti sóst eftir aðstoða lækna á Spáni vegna veikinda.
Navalny hefur risið á sjónarsvið stjórnmála í Rússlandi vegna rannsókna hans á spillingu í Rússlandi og hefur hann jafnvel boðið sig fram til forseta gegn Pútín í kosningum sem haldnar voru í mars. Honum var þó meinað að taka þátt þar sem hann var dæmdur fyrir spillingu. Hann segir dóminn gegn sér vera pólitískan.
Hér má sjá tíst Ivan Zhadanov, lögmanns Navalny og tíst frá Navalny sjálfum.
3) самое смешное: в основании не вписали дату вынесения решения об ограничении выезда (её нет) и вписали неправильное название органа приставов: УФССП России –такого органа не существует даже. Есть ФССП России. Есть УФССП по субъектам РФ. pic.twitter.com/WVFrcku6kf
— Ivan Zhdanov (@IoannZH) November 13, 2018
The ECHR will soon announce its ruling on whether or not my numerous detentions were politically motivated. Apparently, Putin's regime thinks than not letting me fly to Strasbourg to hear this ruling will change anything https://t.co/tKAdzI4D6E
— Alexey Navalny (@navalny) November 13, 2018