Ólafur Ragnar, sem verður 75 ára í maí næstkomandi, segir í samtali við DV að sjúkraþjálfun og endurhæfing standi yfir og gangi vel. Slysið átti sér stað í 3.500 metra hæð hlíðum Aspen í Colorado en Ólafur segir aðstæður hafa verið frekar slæmar, mikil ísing og klaki.
Ólafur minnist á í samtali við DV að það hafi snjóað mikil á Austurströnd Bandaríkjanna og í Suðurríkjunum en ekki í Colorado, þar sem spáð var snjókomu. Því hafi færið ekki verið gott, jafnvel fyrir vanan skíðakappa eins og Ólaf Ragnar.

Vék Dorrit ekki frá Ólafi Ragnari á meðan beðið var eftir sjúkraflutningum en Ólafur Ragnar lá nokkuð slasaður á öxl í um tvo tíma á kaldri jörðinni. Þetta voru fyrstu kynni íslensku þjóðarinnar af Dorrit sem síðar varð forsetafrú landsins.
