Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 11:00 Gulu vestin virðast rússneskum Twitter-notendum hugleikin þessa dagana. Vanalega beina þeir kröftum sínum að fréttum frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Vísir/EPA Um sex hundruð Twitter-reikningar sem vitað er að tala máli stjórnvalda í Kreml beina nú kröftum sínum í að kynda undir mótmæli „gulu vestanna“ svonefndu gegn ríkisstjórn Emmanuels Macron í Frakklandi. Rússneskir hakkarar eru taldir hafa reynt að brjótast inn í tölvupóst framboðs hans í fyrra. Hörð mótmæli hafa geisað í París og víðar undanfarna daga. Mótmælendurnir klæðast gulum vestum sem þeir kenna sig við. Hátt í tvö þúsund manns voru handtekin í mótmælunum í gær. Upphaflega beindust mótmælin að fyrirhuguðum hækkunum á gjöldum á eldsneyti en þau hafa haldið áfram jafnvel eftir að Macron dró í land með þær í vikunni. Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar er mest notaða myllumerkið hjá rússnesku Twitter-síðunum nú #giletsjaunes, gulu vestin á frönsku. Yfirleitt beina síðurnar sjónum sínum að breskum og bandarískum fréttum. Tístin ganga mörg út á að franskir lögreglumenn séu við það að gera uppreisn sem virðist þó ekki eiga við nein rök að styðjast. Bret Schafer, samfélagsmiðlasérfræðingur Bandalags fyrir öryggi lýðræðisins sem er hluti af Marshall-sjóði Bandaríkjanna í Þýskalandi, segir að áróðurinn um mögulega uppreisn lögreglumanna sé í anda tilraun rússneskra stjórnvalda til að ala á vantrausti í garð vestrænna ríkisstjórna og draga upp þá mynd að frjálslyndu lýðræði fari hnignandi í heiminum. Áróðurinn á Twitter endurómar frásagnir rússneskra ríkisfjölmiðla eins og Spútnik og RT sem hafa haldið því fram að franska lögreglan styðji ekki Macron heldur mótmælendurna. Þær fréttir eru sagðar byggjast á vafasömum heimildum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig reynt að nýta sér mótmælin í Frakklandi í eiginhagsmunaskyni, bæði til að koma höggi á Macron og til að bauna á Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem hann ætlar að segja Bandaríkin frá. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í forsetakosningunum árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi beitt sér til að hjálpa Trump, þar á meðal með áróðursherferð á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Rússland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Um sex hundruð Twitter-reikningar sem vitað er að tala máli stjórnvalda í Kreml beina nú kröftum sínum í að kynda undir mótmæli „gulu vestanna“ svonefndu gegn ríkisstjórn Emmanuels Macron í Frakklandi. Rússneskir hakkarar eru taldir hafa reynt að brjótast inn í tölvupóst framboðs hans í fyrra. Hörð mótmæli hafa geisað í París og víðar undanfarna daga. Mótmælendurnir klæðast gulum vestum sem þeir kenna sig við. Hátt í tvö þúsund manns voru handtekin í mótmælunum í gær. Upphaflega beindust mótmælin að fyrirhuguðum hækkunum á gjöldum á eldsneyti en þau hafa haldið áfram jafnvel eftir að Macron dró í land með þær í vikunni. Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar er mest notaða myllumerkið hjá rússnesku Twitter-síðunum nú #giletsjaunes, gulu vestin á frönsku. Yfirleitt beina síðurnar sjónum sínum að breskum og bandarískum fréttum. Tístin ganga mörg út á að franskir lögreglumenn séu við það að gera uppreisn sem virðist þó ekki eiga við nein rök að styðjast. Bret Schafer, samfélagsmiðlasérfræðingur Bandalags fyrir öryggi lýðræðisins sem er hluti af Marshall-sjóði Bandaríkjanna í Þýskalandi, segir að áróðurinn um mögulega uppreisn lögreglumanna sé í anda tilraun rússneskra stjórnvalda til að ala á vantrausti í garð vestrænna ríkisstjórna og draga upp þá mynd að frjálslyndu lýðræði fari hnignandi í heiminum. Áróðurinn á Twitter endurómar frásagnir rússneskra ríkisfjölmiðla eins og Spútnik og RT sem hafa haldið því fram að franska lögreglan styðji ekki Macron heldur mótmælendurna. Þær fréttir eru sagðar byggjast á vafasömum heimildum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig reynt að nýta sér mótmælin í Frakklandi í eiginhagsmunaskyni, bæði til að koma höggi á Macron og til að bauna á Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem hann ætlar að segja Bandaríkin frá. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í forsetakosningunum árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi beitt sér til að hjálpa Trump, þar á meðal með áróðursherferð á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Rússland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55