Enski boltinn

Chelsea staðfestir söluna á Courtois

Anton Ingi Leifsson skrifar
Farinn til Real.
Farinn til Real. vísir/getty
Chelsea hefur staðfest það að Thibaut Courtois hefur verið seldur til Real Madrid. Félagið staðfesti þetta í kvöld.

Undanfarnar vikur hefur verið mikið rætt og ritað um framtíð Courtois en sögusagnirnar hafa verið enn háværari undanfarnar vikur.

Hann á svo ekki að hafa mætt á æfingu hjá Chelsea bæði í gær og fyrradag en Belginn hefur nú gengið í raðir Real Madrid.

26 ára gamli Belginn hefur verið í röðum Chelsea frá 2011 en hann var á láni hjá Atletico Madrid fyrstu þrjú árin. Hann hefur svo verið aðalmarkvörður Chelsea undanfarin ár.

Líkur eru á að Chelsea fjárfesti því í nýjum markverði en margir hafa verið orðaðir við Chelsea. Líklegastur er þó Kepa Arrizabalaga, markvörður Atletico Bilbao.

Hluti af samningnum er að Mateo Kovacic gangi í raðir Chelsea á láni út leiktíðina. Hann hefur leikið með Chelsea síðan 2015 en þar áður lék hann með Inter Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×