Erlent

„Tölvuárásin“ reyndist vera hluti af öryggisprófun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Talsmaður Demókrataflokksins segir að í dag hafi komið í ljós að það sem þeir töldu vera tölvuárás var í raun öryggisprófun sem Demókratar í Michigan létu gera til að láta reyna á öryggi tölvubúnaðar.
Talsmaður Demókrataflokksins segir að í dag hafi komið í ljós að það sem þeir töldu vera tölvuárás var í raun öryggisprófun sem Demókratar í Michigan létu gera til að láta reyna á öryggi tölvubúnaðar. Vísir/Getty
Það sem Flokksstjórn Demókrata (DNC) hélt að væri tilraun til að brjótast inn í gagnagrunn Demókrataflokksins var í raun öryggisprófun til að reyna á netöryggi flokksins. Minna en þrír mánuðir eru þangað til Bandaríkjamenn ganga til þingkosninga í nóvember.

Flokksstjórninni var gert viðvart - um það sem þá var talið tölvuárás - árla þriðjudags en netöryggisfyrirtæki tók eftir því að búið var að setja upp upphafssíðu áþekkri þeirri og flokkurinn notar þar sem beðið var um notendanafn og lykilorð. Flokkurinn tilkynnti atvikið til Alríkislögreglunnar FBI.

Talsmaður Demókrataflokksins segir að í dag hafi komið í ljós að það sem þeir töldu vera tölvuárás var í raun öryggisprófun sem Demókratar í Michigan létu gera til að láta reyna á öryggi tölvubúnaðarins. Þetta kemur fram á fréttavef NBC.

Öryggisfulltrúi Flokksstjórnar Demókrata, Bob Lord, notaði tækifærið í gær og skaut á ríkisstjórn Donalds Trump. Hún hefði ekki staðið sig sem skyldi í að verja lýðræðið fyrir netárásum. Trump verði að stíga frekari skref til að standa vörð um kosningakerfið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×