Erlent

„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Leikarinn Jimmy Bennett.
Leikarinn Jimmy Bennett. Vísir/GEtty
Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa valdið því að hann steig ekki fram fyrr. Þetta kemur fram í fyrstu yfirlýsingu Bennett vegna málsins sem hann sendi fjölmiðlum vestanhafs í gær.

Sjá einnig: Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett

„Ég reyndi að leita réttlætis á skynsamlegan hátt sínum tíma vegna þess að ég var ekki tilbúin til að takast á við afleiðingar þess að frásögn mín yrði gerð opinber,“ segir í yfirlýsingu Bennetts.

„Á þessum tíma fannst mér að ég ætti að skammast mín fyrir að vera í þessari stöðu sem karlmaður í samfélagi okkar. Mér fannst ólíklegt að fólk myndi skilja atvikið sem átti sér stað frá sjónarhóli stráks á táningsaldri.“

Asia Argento á Cannes-verðlaunahátíðinni í maí síðastliðnum.Vísir/getty
Bandaríska dagblaðið The New York Times greindi frá því í byrjun vikunnar að Argento hefði greitt Bennett 380 þúsund Bandaríkjadali, eða um 41 milljón íslenskra króna, fyrir að þegja um meint kynferðisbrot.

Bennett heldur því fram að Argento hafi brotið á sér kynferðislega á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013 þegar hann var 17 ára. Samræðisaldur í ríkinu er 18 ára. Á meðal gagna málsins er svokölluð „sjálfa“ af Argento og Bennett þar sem þau sjást liggja uppi í rúmi. Slúðurmiðillinn TMZ birti myndina í gær en fram að því hafði henni aðeins verið lýst í fréttum um málið.

Argento, sem er einn aðalforsprakki #MeToo-hreyfingarinnar, hefur þvertekið fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við Bennett. Hún viðurkenndi þó í yfirlýsingu sinni að hafa greitt honum umrædda fjárhæð.


Tengdar fréttir

Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett

Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×