Mun meiri hraði í Frakklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. ágúst 2018 07:30 Það tók Rúnar Alex Rúnarsson aðeins tvo leiki að halda hreinu í fyrsta sinn í Frakklandi, eitthvað sem tók liðið ellefu umferðir í fyrra. vísir/getty Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska landsliðsins, hefur byrjað vel í frönsku deildinni með Dijon eftir vistaskipti frá FC Nordsjælland í sumar. Var hann keyptur til félagsins meðan á HM stóð og greiddi franska félagið metupphæð fyrir íslenskan markvörð. Dijon byrjaði tímabilið á tveimur sigrum og er ásamt Reims, Nimes og stjörnum prýddu liði PSG á toppi deildarinnar. Tókst Rúnari Alex að halda hreinu í öðrum leiknum og var verðlaunaður með sæti í liði vikunnar í Frakklandi. Hann kveðst vera búinn að koma sér vel fyrir í Frakklandi og frönskukunnátta hans úr skólagöngunni hjálpi honum að koma sér fyrir. „Þetta hefur verið ansi gott hingað til. Við erum komin með allt sem við þurfum og fengum góða íbúð svo við erum búin að koma okkur vel fyrir. Ég lærði frönsku í grunn- og menntaskóla þannig að ég er með grunnkunnáttu í tungumálinu og skil margt sem er sagt við mig. Ég er ekki byrjaður í tímum en þá verður þetta fljótt að koma,“ segir Rúnar og að það hjálpi honum á æfingum. „Þetta hefur hjálpað mér þvílíkt, ég skil flest af því sem þjálfarinn segir strax. Ef það gengur ekki eru nokkrir í liðinu sem tala góða ensku og geta aðstoðað,“ segir Vesturbæingurinn. Frábært að halda strax hreinu Gengið var frá félagsskiptunum meðan á HM stóð og var Rúnar því afar spenntur að hefja æfingar á ný eftir sumarfríið. „Auðvitað var maður alltaf spenntur fyrir því að hefja nýtt ævintýri. Fyrst og fremst fann ég fyrir tilhlökkun yfir að koma og byrja að æfa með liðinu.“ Eins og búast mátti við eru meiri gæði og meiri hraði í franska boltanum en þeim danska. „Helsti munurinn á deildunum og á æfingunum er að hér er allt hraðara og leikmenn eru fjölhæfari. Í Danmörku eru leikmenn oft hraðir eða sterkir en ekki margir sem hafa báða eiginleikana. Það eru meiri gæði í leikjum og á æfingum, við það verð ég að stíga upp og bæta minn leik.“ Dijon, sem er aðeins tuttugu ára gamalt félag eftir sameiningu tveggja liða í borginni Dijon, var að hefja þriðja tímabil sitt í röð í efstu deild. Félagið náði besta árangri sínum í efstu deild í fyrra þegar það lenti í ellefta sæti og byrjar tímabilið af krafti í ár. „Þetta er góð byrjun, auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna alla leiki en það var kannski framar björtustu vonum að ná í sex stig. Við byrjuðum á erfiðum útivelli gegn Montpellier þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma sem gerði heilmikið fyrir liðið og sjálfstraustið. Svo var flott að ná að halda hreinu strax í annarri umferð, það tók ellefu umferðir í fyrra,“ segir Rúnar sem var valinn í lið umferðarinnar af L’Equipe eftir að hafa haldið hreinu gegn Nantes. „Það gerir heilmikið fyrir mig til að fá strax virðingu frá stuðningsmönnunum og andstæðingunum. Ég fékk strax traustið frá þjálfaranum og öllum í liðinu, það veitti manni sjálfstraust en það þýðir ekkert að verða saddur núna. Ég verð að æfa vel, bæta mig og standa undir traustinu.“ Spennandi verkefni fram undan Rúnar Alex var hluti af HM-hópnum hjá Heimi Hallgrímssyni og verður eflaust í fyrsta leikmannahópnum hjá Erik Hamrén í fyrsta leiknum undir stjórn þess sænska. „Heimir vann frábært starf með landsliðið og það var ótrúlega gaman að þetta endaði vel hjá honum með því að komast í lokakeppni HM. Góður endasprettur hans munu vonandi hjálpa Erik að taka við keflinu og vonandi getum við haldið áfram þessu góða gengi landsliðsins.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að mæta til æfinga og kynnast því að æfa undir stjórn Hamrén. „Ég myndi ekki halda að það verði stórtækar breytingar en það kemur í ljós í Sviss. Þetta verður áhugavert, það er alltaf gaman að prófa og kynnast einhverju nýju. Ég fékk ekki að vinna með Lars á sínum tíma þannig að það verður gaman að kynnast sænskum þjálfunaraðferðum og læra vonandi eitthvað nýtt.“ Hann horfði meðal annars til þess hvað félagsskiptin til Frakklands myndu þýða fyrir landsliðsferilinn. „Auðvitað spilaði það inn í ákvörðunina að fara í stærri deild til að auka möguleika mína á að spila fyrir landsliðið en það eru margir þættir sem hafa áhrif. Ég verð að standa mig með félagsliðinu mínu og þetta verður alltaf undir þjálfaranum komið. Auðvitað dreymir mann eins og alla um að spila reglulega fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en það verður að koma í ljós.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska landsliðsins, hefur byrjað vel í frönsku deildinni með Dijon eftir vistaskipti frá FC Nordsjælland í sumar. Var hann keyptur til félagsins meðan á HM stóð og greiddi franska félagið metupphæð fyrir íslenskan markvörð. Dijon byrjaði tímabilið á tveimur sigrum og er ásamt Reims, Nimes og stjörnum prýddu liði PSG á toppi deildarinnar. Tókst Rúnari Alex að halda hreinu í öðrum leiknum og var verðlaunaður með sæti í liði vikunnar í Frakklandi. Hann kveðst vera búinn að koma sér vel fyrir í Frakklandi og frönskukunnátta hans úr skólagöngunni hjálpi honum að koma sér fyrir. „Þetta hefur verið ansi gott hingað til. Við erum komin með allt sem við þurfum og fengum góða íbúð svo við erum búin að koma okkur vel fyrir. Ég lærði frönsku í grunn- og menntaskóla þannig að ég er með grunnkunnáttu í tungumálinu og skil margt sem er sagt við mig. Ég er ekki byrjaður í tímum en þá verður þetta fljótt að koma,“ segir Rúnar og að það hjálpi honum á æfingum. „Þetta hefur hjálpað mér þvílíkt, ég skil flest af því sem þjálfarinn segir strax. Ef það gengur ekki eru nokkrir í liðinu sem tala góða ensku og geta aðstoðað,“ segir Vesturbæingurinn. Frábært að halda strax hreinu Gengið var frá félagsskiptunum meðan á HM stóð og var Rúnar því afar spenntur að hefja æfingar á ný eftir sumarfríið. „Auðvitað var maður alltaf spenntur fyrir því að hefja nýtt ævintýri. Fyrst og fremst fann ég fyrir tilhlökkun yfir að koma og byrja að æfa með liðinu.“ Eins og búast mátti við eru meiri gæði og meiri hraði í franska boltanum en þeim danska. „Helsti munurinn á deildunum og á æfingunum er að hér er allt hraðara og leikmenn eru fjölhæfari. Í Danmörku eru leikmenn oft hraðir eða sterkir en ekki margir sem hafa báða eiginleikana. Það eru meiri gæði í leikjum og á æfingum, við það verð ég að stíga upp og bæta minn leik.“ Dijon, sem er aðeins tuttugu ára gamalt félag eftir sameiningu tveggja liða í borginni Dijon, var að hefja þriðja tímabil sitt í röð í efstu deild. Félagið náði besta árangri sínum í efstu deild í fyrra þegar það lenti í ellefta sæti og byrjar tímabilið af krafti í ár. „Þetta er góð byrjun, auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna alla leiki en það var kannski framar björtustu vonum að ná í sex stig. Við byrjuðum á erfiðum útivelli gegn Montpellier þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma sem gerði heilmikið fyrir liðið og sjálfstraustið. Svo var flott að ná að halda hreinu strax í annarri umferð, það tók ellefu umferðir í fyrra,“ segir Rúnar sem var valinn í lið umferðarinnar af L’Equipe eftir að hafa haldið hreinu gegn Nantes. „Það gerir heilmikið fyrir mig til að fá strax virðingu frá stuðningsmönnunum og andstæðingunum. Ég fékk strax traustið frá þjálfaranum og öllum í liðinu, það veitti manni sjálfstraust en það þýðir ekkert að verða saddur núna. Ég verð að æfa vel, bæta mig og standa undir traustinu.“ Spennandi verkefni fram undan Rúnar Alex var hluti af HM-hópnum hjá Heimi Hallgrímssyni og verður eflaust í fyrsta leikmannahópnum hjá Erik Hamrén í fyrsta leiknum undir stjórn þess sænska. „Heimir vann frábært starf með landsliðið og það var ótrúlega gaman að þetta endaði vel hjá honum með því að komast í lokakeppni HM. Góður endasprettur hans munu vonandi hjálpa Erik að taka við keflinu og vonandi getum við haldið áfram þessu góða gengi landsliðsins.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að mæta til æfinga og kynnast því að æfa undir stjórn Hamrén. „Ég myndi ekki halda að það verði stórtækar breytingar en það kemur í ljós í Sviss. Þetta verður áhugavert, það er alltaf gaman að prófa og kynnast einhverju nýju. Ég fékk ekki að vinna með Lars á sínum tíma þannig að það verður gaman að kynnast sænskum þjálfunaraðferðum og læra vonandi eitthvað nýtt.“ Hann horfði meðal annars til þess hvað félagsskiptin til Frakklands myndu þýða fyrir landsliðsferilinn. „Auðvitað spilaði það inn í ákvörðunina að fara í stærri deild til að auka möguleika mína á að spila fyrir landsliðið en það eru margir þættir sem hafa áhrif. Ég verð að standa mig með félagsliðinu mínu og þetta verður alltaf undir þjálfaranum komið. Auðvitað dreymir mann eins og alla um að spila reglulega fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en það verður að koma í ljós.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Sjá meira