Erlent

Franski innanríkisráðherrann vill aftur setjast í stól borgarstjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Gerard Collomb var borgarstjóri Lyon á árunum 2001 til 2017.
Gerard Collomb var borgarstjóri Lyon á árunum 2001 til 2017. Vísir/EPA
Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, hyggur á framboð til borgarstjóra Lyon-borgar árið 2020 og mun því láta af embætti í ríkisstjórn Emmanel Macron Frakklandsforseta.

Collomb, sem er einn af þungavigtarmönnunum í ríkisstjórn Macron, greindi frá ákvörðun sinni í viðtali við blaðið L‘Express. Collomb kveðst ætla að láta af embætti innanríkisráðherra vel tímanlega fyrir 2020.

„Ef þeir greina mig ekki með einhvern alvarlegan sjúkdóm fyrir þann tíma þá mun ég bjóða mig fram í Lyon,“ segir hinn 71 árs Collomb.

Collomb hefur áður gegnt embætti borgarstjóra Lyon sem er þriðja stærssta borg Frakklands á eftir höfuðborginni París og hafnarborginni Marseille.

Hann var áður fulltrúi franska Sósíalistaflokksins en ákvað að ganga til liðs við En marche, hreyfingu Macron, í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári.

Collomb var borgarstjóri Lyon á árunum 2001 til 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×